Hvernig á að gera frágang á teppi í DROPS 163-1

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að ganga frá teppi í DROPS 163-1.
MEIRI FRÁGANGUR:
Heklið alls 26 ferninga í hring, í myndbandinu höfum við bara heklað 5 ferninga í hring. Staðsetjið ferningana þannig að þeir mynda “ramma”. Það eiga að vera 4 hring-ferningar meðfram hvorri skammhlið á teppinu, 7 hring-ferningar meðfram hvorri langhlið á teppinu og 1 hring-ferningur í hverju horni. Saumið ferningana saman tvo og tvo með smáu spori – saumið kant í kant með einu spori í hverja fl og passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. Heklið 1 umferð með fastalykkjum að innanverðu á rammanum (heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju). Leggið rammann í kringum teppið og saumið niður fastalykkju umferðir á ramma við kant með kúlum – saumið kant í kant með smáu spori og passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.
Til að sjá hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1, sjá; Hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1
Til að sjá hvernig á að sauma ömmuferningana saman sjá; Hvernig á að sauma ömmuferninga saman í DROPS 163-1
Til að sjá hvernig á að hekla kant með kúlum, sjá:Hvernig á að hekla kant með kúlum í DROPS 163-1
Til að sjá hvernig á að hekla ferning í hring, sjá: Hvernig á að hekla ferning í hring í DROPS 163-1
Til að sjá hvernig á að hekla kant í kringum teppið, sjá:Hvernig á að hekla kant í kringum teppi í DROPS 163-1
Til að sjá hvernig á að gera sólfjaðrakant í kringum teppið, sjá:Hvernig á að gera sólfjaðrakant í kringum teppi í DROPS 163-1

Tags: teppi, ömmuferningur,

The video above can be used in the following patterns

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.