Hvernig á að ganga frá endum í stroffiprjóni
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að ganga frá endum í stroffprjóni. Sýnishornið í myndbandinu sýnir 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið. Gangið alltaf frá endum frá röngu í stroffprjóni / í stroffi. Þræðið nál með þráðarendanum og saumið fram að næstu einingu í sléttprjóni, þræðið upp í gegnum hverja lykkju, snúið við og þræðið á sama hátt aftur niður, alveg eins hinum megin á lykkjunni. Með þessari aðferð er gegnið frá endanum án þess að hann sjáist frá framhlið.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.