Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum spíralmynstur með röndum með fastalykkjum og stuðlum í pilsi í DROPS 156-6. Við höfum nú þegar heklað 5 raðir með 33 fastalykkjum og tengt stykkið saman með 1 keðjulykkju þannig að þegar við byrjum myndbandið þá heklum við í hring. * Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann í hverri af næstu 7 lykkjum, 1 stuðull í fremri lykkjubogann á lykkju frá 2 umferð undir næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. Mynstrið nær yfir 8 lykkju og lykkjufjöldinn er deilanlegur með 8 + 1. Heklið síðan hringinn án þess að enda umferðina, með þessu þá kemur mynstrið sjálfkrafa til með að færast til um 1 lykkju í hverri umferð og myndar þannig spíralmynstur.
Þetta pils er heklað úr DROPS Merino Extra Fine, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.
Mynstur þar sem þessi aðferð er notuð
Skrifaðu athugasemdir eða spurningar fyrir þetta myndband
Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.