Hvernig á að gera borðplatta með litlum þæfðum kúlum
Að þæfa er létt og allir geta þæft! Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við gerum borðplatta með þæfðum kúlum úr DROPS Alaska. Vefjið þráðunum utan um tvo fingur, eftir nokkrar umferðir getur þú fjarlægt þræðina af fingrunum og haldið áfram að vefja upp dokkuna í litla kúlu. Haldið áfram að óskaðri stærð. Við sýnum hvernig við gerum 2 mismunandi stærðir, en við gerum borðplattann í minnstu stærðinni. Leggið kúluna í þunnan sokk til þess að setja í þvottavélina. Ef þú hefur marga sokka með kúlum, þá er hægt að setja hvern sokk í þvottaskjóðu/annan sokk, látið sokkana ekki þæfast saman.
Setjið stykkið í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna saman með litlu frotte handklæði ca 50 x 70 cm.
Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar ATH: Ekki nota stutt þvottakerfi.
Eftir þvott er stykkið formað til á meðan það er enn vott.
Saumið kúlurnar fast saman þar til þú færð þá stærð sem þú óskar eftir. Síðar er borðplattinn þveginn eins og venjuleg ullarflík