Hvernig á að prjóna i-cord snúru fram og til baka
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna i-cord snúru / snúruprjón fram og til baka. Svona prjónum við snúru. Oft er snúran notuð sem handfang á tösku eða til að hnýta saman húfu / hettu. Við höfum myndband sem sýnir hvernig við gerum litla snúru með því að prjóna einungis frá réttu, en hér sýnum við hvernig við gerum breiðari snúru.
Fitjaðu upp 4,6,8 lykkjur eða fleiri, en lykkjufjöldinn verður að vera með sléttri tölu.
Prjónið hverja umferð fram og til baka þannig: * Prjónið 1 lykkju slétt, leggið þráðinn framan við stykkið (að þér), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, leggið þráðinn aftan við stykkið (frá þér) *, endurtakið frá *-* í öllum umferðum. Nú myndast hringlaga snúra.
Þegar snúran er orðin nægilega löng eru prjónaðar 2 og 2 lykkjur saman jafnframt því sem fellt er af.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.