Hvernig á að hekla einfaldan, fallegan kant með hnappagötum
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla einfaldan, fallegan kant með hnappagötum. Heklið kantinn með öðrum lit. Við höfum nú þegar heklað prufu með fastalykkjum og heklað 3 fastalykkjur með nýja litnum. * Stingið heklunálinni í fastalykkju í umferð beint fyrir neðan, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, aðeins laust. Stingið heklunálinni í gegnum næstu fastalykkju, en í 2 umferð að neðan, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, aðeins laust. Stingið heklunálinni í gegnum næstu fastalykkju, en í 1 umferð að neðan, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, aðeins laust = 4 lykkjur á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum þessar 4 lykkjur = hópur með lykkjum fyrir hnappagöt. Heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju (lykkju að ofan sem heklað var síðast í), heklið 1 fastalykkju í báðar af næstu 2 lykkjum *. Endurtakið frá *-*.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.