Hvernig á að hekla einfaldan en fallegan kant með Buttonhole stitches

Keywords: kantur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla einfaldan en fallegan kant (Buttonhole stitches). Heklið kantinn með öðrum lit. Við höfum nú þegar heklað prufu með fastalykkjum og heklað 3 fastalykkjur með nýja litnum. * Stingið heklunálinni í fastalykkju í umferð beint undir, sækið bandið og dragið bandið í gegn, aðeins laust. Stingið heklunálinni í gegnum næstu fastalykkju, en í 2 umferð að neðan, sækið bandið og dragið bandið í gegn, aðeins laust. Stingið heklunálinni í gegnum næstu fastalykkju, en í 1 umferð að neðan, sækið bandið og dragið bandið í gegn, aðeins laust = 4 lykkjur á heklunálinni. Bregðið bandi um heklunálina og dragið bandið í gegnum þessar 4 lykkjur = hópur með mynsturlykkjum (Buttonhole stitches). Heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju (lykkju að ofan sem heklað var síðast í), heklið 1 fastalykkju í báðar af næstu 2 lykkjum *. Endurtakið frá *-*. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.

Athugasemdir (1)

Sonja wrote:

Ik ga deze steek zkr proberen. Heb een andere vraag als t mag. Haak een dasje voor onze kleinkind, wil zo'n gat erin haken, zodat de andere kant er door heen geschoven kan worden. Mvg Sonja Benoist.

23.09.2019 - 16:07

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.