Hvernig á að hekla fjórbrugðinn stuðula kaðal - stuðlakrók

Keywords: hálsskjól, húfa, kaðall, stuðlakrókar, áferð,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum fjórbrugðinn stuðull í kaðli samkvæmt mynsturteikningu. Við höfum nú þegar heklað eina umferð með stuðlum og byrjum myndbandið á 3 loftlykkjum og 5 stuðlum (spólað hratt) áður en við byrjum á mynsturteikningu.
STUÐLAKRÓKUR: Þegar heklaður er 1 stuðlakrókur þýðir það að heklað er um 1 lykkju frá fyrri umferð (ekki er heklað í liðinn, heldur utan um stuðul að framan).
FJÓRBRUGÐINN STUÐULA KAÐALL: Hoppið yfir 3 stuðla, 1 tvíbrugðinn stuðlakrókur um næsta stuðul, 1 tvíbrugðinn stuðlakrókur um 3. lykkju sem hoppað var yfir, 1 tvíbrugðinn stuðlakrókur um fyrsta stuðul sem hoppað var yfir, 1 tvíbrugðinn stuðlakrókur um 2. lykkju sem hoppað var yfir. Garnið sem við notum í þessu myndbandi er DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Maria Iolanda Kottwitz wrote:

Gostaria de fazer esse gorro mas preciso do Gráfico será posivel ,achei miuto linda

27.04.2017 - 22:00

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.