Hvernig á að fá beina heklaða kanta

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við getum komið í veg fyrir að kantarnir verði ójafnir eða að það komi göt þegar maður heklar.
Þegar við heklum stuðla fram og til baka þá heklum við oft 3 loftlykkjur í byrjun á hverri umferð til að fá sömu hæð og á stuðli. Þessar loftlykkjur geta annað hvort verið sem viðbót við stuðla í umferð (þetta myndar þá auka lykkjur og kanturinn verður ójafn) eða þá jafngilda loftlykkjurnar einum stuðli (með þessu myndast gat í annarri hverri umferð). Hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að draga út 1. lykkju í umferð, halda vel í þessa lykkju með vísifingri, færðu heklunálina að þér og síðan undir löngu fyrstu lykkjuna, stingið heklunálinni í fyrstu lykkjuna (í 1. Umferð stingur maður heklunálinni undir 2 þræði), sækið bandið og heklið eins og venjulega einn stuðul. Lykkjuboginn verðu aleins laus, en þetta verður aftur fallegt eftir næstu umferð. Síðan er fyrsti stuðullinn í hverri umferð. Við notum garnið DROPS Eskimo í þessu myndbandi.

Tags: gott að vita, kantur,

The video above can be used in the following patterns

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.