Hvernig á að hekla krabbahekl með því að snúa heklunálinni

Keywords: kantur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla kant með krabbahekli með því að snúa heklunálinni. Við höfum nú þegar heklað nokkrar lykkjur í krabbahekli. Heklið þannig: * Sækið þráðinn í gegnum fastalykkjuna að neðan, gerið lykkjuna aðeins lausa, snúið heklunálinni 360 gráður rangsælis, bregðið þræðinum einu sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum báðar lykkjurnar á heklunálinni *. Endurtakið frá *-*
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.