Hvernig á að gera frágang á eyrnabandi þannig að það myndist kaðall að framan
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við gerum frágang í eyrnabandi, þannig að það myndist kaðall fyrir miðju að framan, eins og gert er í DROPS 214-68. Eyrnabandið er prjónað eins og hólkur með op í hvorum enda. Við frágang, leggið hólkinn saman flatan – passið uppá að hólkurinn sé ekki snúinn. Nú á að loka opum í endum með saum í hvorri hlið, saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur.
Stykkið er núna flatur ferningur, brjótið ferninginn saman á lengdina þannig að hann liggi tvöfaldur
Nú eiga löngu hliðarnar að eyrnabandinu að leggjast inn í hvora aðra í lögum án þess að snúa stykkinu. Endarnir á eyrnabandinu liggja nú til skiptis innan í og utan á hvorum öðrum og endarnir liggja kant í kant.
Nú á að sauma í gegnum öll lögin með varpspori með 1 lykkju í hverja lykkju – það er mikilvægt að sauma í gegnum öll lögin þannig að saumurinn sjáist ekki þegar stykkinu er snúið.
Snúið stykkinu þannig að saumurinn sé að innanverðu á eyrnabandinu. Þetta eyrnaband er prjónað úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk, sama garni og við notum í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.