Hvernig á að sauma saman tátilju

Tags: tátiljur, þæft,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við saumum saman prjónaða tátilju sem er prjónuð fram og til baka í eitt stykki. Þessi frágangur er m.a. í tátiljunni Sorbet Slippers í DROPS 203-23 . Brjótið stykkið saman við tá, þannig að efri hliðin liggi yfir neðri hlið. Passið uppá að hliðin á uppfitjunarkanti og hlið á affellingarkanti liggi kant í kant (uppfitjunarkantur og affellingarkantur myndi gatið þar sem fóturinn fer í tátiljuna). Saumið í ysta lið í ystu lykkju (við höfum valið að sauma frá röngu), byrjið í hlið á uppfitjunarkanti/affellingarkanti og saumið fram að tá. Endurtakið á hinni hliðinni. Sorbet Slippers í DROPS 203-23 er prjónuð úr DROPS Alaska, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

The video above can be used in the following patterns

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (2)

Hélène Fortin 30.12.2019 - 21:40:

Formidable vos vidéos ! Je m'inquiète tout de même que vous ne nouez pas solidement lorsque vous finissez la couture. Avec les lavages, ça tient bien ? Merci.

DROPS Design 02.01.2020 - 16:24:

Bonjour Mme Fortin, vous pouvez terminer et rentrer votre fil comme vous le faites pour tout autre ouvrage; bon tricot!

Lilly 25.10.2019 - 11:45:

I love that needle threading trick! Have to try it!

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.