Hvernig á að prjóna kaðla í jólasokkum í DROPS Extra 0-1331
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum kaðla samkvæmt mynstri A.1, A.2 og A.3 í jólasokkum í DROPS Extra 0-1331. Við prjónum sokkana í stærð 35/37 og prjónum samkvæmt mynstri þannig: A.1 (4 l), A.2 (6 l), 2 lykkjur brugðið, A.3 (6 l), A.1 (4 l), A.2 (6 l), 2 lykkjur brugðið, A.3 (6 l).
Þessir sokkar eru prjónaðir úr DROPS Snow og við notum sama garn í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.