Hvernig á að hekla eftir 4 mismunandi mynsturtáknum

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum eftir 4 mismunandi mynsturtáknum. Við merkjum táknin í mynsturteikningunni með bleikum áður en við prjónum þau. Við prjónum 2 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Í vissum mynstrum geta verið aðrar mynsturteikningar og svipuð mynsturtákn, en aðferðin er sú sama.
Mynsturtákn 1: Prjónið 3 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri).
Mynsturtákn 2: Á milli 2 lykkja er slegið 2 sinnum uppá prjóninn, í næstu umferð (ranga) er fyrri uppslátturinn prjónaður (þ.e.a.s. uppslátturinn að miðju í mynsturteikningu) snúinn brugðið, seinni uppslátturinn (þ.e.a.s. uppslátturinn að hlið) prjónaður brugðið (= 2 lykkjur fleiri).
Mynsturtákn 3: Á milli 2 lykkja er slegið 2 sinnum uppá prjóninn, í næstu umferð (ranga) er fyrri uppslátturinn (þ.e.a.s. uppsláttur að hlið) prjónaður brugðið, seinni uppslátturinn (þ.e.a.s. uppslátturinn að miðju í mynsturteikningu) er prjónaður snúinn brugðið (= 2 lykkjur fleiri).
Mynsturtákn 4: Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi hana slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 2 lykkjur færri). Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Tags: gatamynstur, mynstur, púðar,

The video above can be used in the following patterns

Available in:

Athugasemdir (1)

Desmet 22.11.2019 - 19:42:

Waar moet de vermeerdering gebeuren? Ook in het motief van 58 steken (A.1 )K. Heb 160 steken opgezet. Ik ben net begonnen aan de BOLERO. De teruggaande nld is dat op t motief de rij waar ik alles averecht moet breien (rij 1 gaan,rij 2 terug, rij 3 gaan, rij 4 terug ) is het op die manier?

DROPS Design 18.12.2019 - 20:00:

Dag Desmet,

Ik neem aan dat je de bolero 201-27 aan het breien bent? Er wordt niet gemeerderd in het patroon waar je A.1 breit. Allen bij de rand wordt er gemeerderd. De teruggaande naald brei je inderdaad averecht (behalve over de 5 ribbelsteken aan elke kant).

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.