Hvernig á að prjóna mynstur A.5A, B og C í peysu í DROPS 168-7
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum mynsturteikningu A.5A, B og C í peysu í DROPS 168-7. Í myndbandinu prjónum við 5 kantlykkjur í garðaprjóni, A.5A (= 15 lykkjur), A.5B (= 14 lykkjur), A.5C (= 14 lykkjur) og 5 kantlykkjur í garðaprjóni. Við sýnum mynstrið einu sinni á hæðina og 3 umferðir stroff.
Peysan er prjónuð úr DROPS Cotton Light, en í myndbandinu prjónum við með grófara garni, DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.