Hvernig á að klippa upp peysu með 6 mismunandi köntum að framan

Mörgum þykir erfitt að klippa í prjónað stykki, á meðan aðrir hafa ekki áhyggjur af því og klippa jafnvel upp stykkið án þess að sauma á undan með saumavél eða að hekla kant áður en klippt er. Þú VERÐUR að lesa textann að neðan til að fá betri yfirsýn og skilning á myndbandinu. Í þessu DROPS myndbandi notum við DROPS Nepal og sýnum 3 mismunandi aðferðir að sauma/ festa enda áður en maður klippir. Við sýnum einnig 6 mismunandi kanta að framan. Við sýnum ekki hvernig kantarnir að framan eru prjónaðir í þessu myndbandi. Í sýnishornunum í myndbandinu höfum við 7 «uppklippilykkjur» sem við prjónum með öðrum lit og við höfum merkt miðjulykkjuna með þræði í öðrum lit. Það er hægt að hafa færri eða fleiri «uppklippilykkjur». Það er regla að í mynstri á peysu er útskýrt hvernig prjónað er fram og til baka, þannig að þessar «uppklippilykkjur» eru ekki útskýrðar í mynstri, heldur verður maður að bæta þeim við. Í sýnishorni A og B er hekluð umferð með fastalykkjum í gegnum uppklippilykkju, á meðan sýnishorn C, D, E og F er notuð saumavél áður en klippt er upp. Í sýnishorni A eru heklaðir hálfur 3. og hálfur 4. lykkjubogar saman, á meðan sýnishorn B eru heklaðir hálfur 4. og hálfur 5. lykkjubogar saman. Það er saumaður sikk sakk saumur á C og D og sikk sakk saumur + 1 beinn saumur á E og F.
Yfirlit yfir mismunandi kanta að framan:
A) Uppklippikanturinn er heklaður með fastalykkjum með þynnri þræði en sjálft stykkið (notið þynnri þráð en stykkið sjálft og sömu gerð ef það er mögulegt, í þessu myndbandi notum við DROPS Flora litur nr. 19 kórall). Kanturinn er ein löng, laus lengja prjónuð í garðaprjóni sem saumuð er niður á stykkið, passið uppá að kanturinn að framan verði ekki of langur né of stuttur í samanburði við stykkið sjálft. Brúnin-kantur er saumað beint á stykkið á röngu.
B) Uppklippikanturinn er heklaður með fastalykkjum með þynnri þræði en sjálft stykkið (notið þynnri þráð en stykkið sjálft og sömu gerð ef það er mögulegt, í þessu myndbandi notum við DROPS Flora litur nr. 19 kórall). Kanturinn að framan er prjónaður í eitt stykki þannig: Hálfur í stroffi sem verður kantur að framan (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni yst) og hálfur í sléttprjóni sem verður kantur á bakhlið.
Kantur að framan er saumaður niður á stykkið og sléttprjónaði hlutinn er lagður yfir brúnina-kant og saumaður niður frá röngu.
C) Uppklippikanturinn er saumaður með sikk sakk saumi í saumavél, ca 0,5–1,0 cm frá þar sem klippa á upp. Við kant að framan hafa verið prjónaðar upp lykkjur í fyrstu lykkju í sjálfu stykki, þar sem hoppað var yfir ca 4. hverja lykkju/umferð á hæðina, svo að kanturinn að framan verði ekki of langur í samanburði við stykkið sjálft.
Kanturinn að framan er prjónaður í garðaprjóni að óskuðu máli og felið brúnina-kant með fallegum borða.
D) Uppklippikanturinn er saumaður með sikk sakk saum í saumavél, ca 0,5–1,0 cm frá þar sem klippa á upp. Við kant að framan hafa verið prjónaðar upp lykkjur í fyrstu lykkju í sjálfu stykkinu, þar sem hoppað var yfir ca 4. hverja lykkju/umferð á hæðina, þannig að kanturinn að framan verði ekki of langur í samanburði við stykkið sjálft.
Kanturinn að framan er prjónaður í sléttprjóni að óskuðu máli, eftir það 1 umferð brugðið (uppábrot) og síðan aftur sléttprjón. Síðasti hlutinn sem er prjónaður í sléttprjóni á að leggja yfir brúnina-kant og sauma niður.
E) Uppklippikanturinn er saumaður með 1 beinum saum yfir sikk sakk saum í saumavél (= saumar), ca 0,5-1,0 cm frá þar sem klippa á upp. Við kant að framan hafa verið teknar upp lykkjur í fyrstu lykkju í sjálfu stykkinu, þar sem hoppað var yfir ca. 4. hverja lykkju/umferð á hæðina, þannig að kanturinn að framan verði ekki of langur í samanburði við stykkið sjálft. Kanturinn að framan er prjónaður í stroffi, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið að óskuðu máli og brúnin-kantur er falinn með fallegum borða.
F) Uppklippikanturinn er saumaður með 1 beinum saum yfir sikk sakk saum í saumavél (= 2 saumar), ca 0,5-1,0 cm frá þar sem klippa á upp. Við kant að framan hafa verið teknar upp lykkjur í fyrstu lykkju í sjálfu stykkinu, þar sem hoppað var yfir ca 4. hverja lykkju/umferð á hæðina, þannig að kanturinn að framan verði ekki of langur í samanburði við stykkið. Kanturinn að framan er prjónaður í stroffi ( 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) að óskuðu máli. Á bakhlið er tekinn upp sami fjöldi lykkja í sömu lykkju og stroffkantur að framan og prjónaður er hluti í sléttprjóni sem leggja á yfir brún-kant og sauma niður.
Við notum garnið DROPS Nepal í myndbandinu.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (9)

Pam wrote:

You have demystified steeking for me. Such a clear and helpful video.

02.12.2023 - 08:28

Catharina wrote:

Welke manier zou het beste zijn voor een kabeltrui/-vest? Met vriendelijke groet, Catharina

28.11.2023 - 11:45

DROPS Design answered:

Dag Catharina,

In de video worden 6 verschillende biezen uitgelegd. Wat precies bij jouw project past is natuurlijk heel erg afhankelijk van je persoonlijke voorkeur en smaak.

06.12.2023 - 20:13

Anne-Marie Nygaard wrote:

Hei, Er det mulig å bruke metode A på bomullsgarn?

02.01.2023 - 15:16

DROPS Design answered:

Hej Anne-Marie, hvis du er usikker på om det fungerer på dit garn, så lav en lille prøve først :)

12.01.2023 - 15:38

Vera wrote:

Tusen takk for en flott video-oppskrift som forklarer alt jeg har lurt på om knappestolper og sårkanter.

18.07.2021 - 15:00

Corneel wrote:

Het is gelukt!

27.05.2021 - 09:36

Corneel Van Den Bulk wrote:

Ik ga voor het eerst een voorpand doorknippen. Ik heb de instructies op deze site bekeken. Ze zijn heel duidelijk. Ik ben vergeten de boord in 2 delen te breien. Kan ik nu toch afwerken zoals in de instructie staat of moet ik er nu een rits in zetten ?

29.04.2021 - 09:42

DROPS Design answered:

Dag Corneel,

Ik weet niet precies hoe je werkstuk eruit ziet, maar deze techniek zou je in principe door kunnen laten lopen in de boord, dus de 'kniprand' loopt dan door in de boord.

26.05.2021 - 14:48

Melissa wrote:

Can you please tell me how to ensure the stranded floats in the back doesn’t come lose or out?

16.02.2021 - 18:16

DROPS Design answered:

Hi Melissa, If you sew with zigzag, zigzag with 1 straight stitch or crochet a row with dc (as in the video), it should hold on to the loose thread ends. But of course you must not pull hard at the ends. It also depends on the type of yarn you use. Yarns with smooth short fibers are easier to pull out than long-haired fibers where the fibers felt together. You can first test out with the yarn you will be using on a sample patch so that you can see how it works. Happy knitting!

17.02.2021 - 13:41

Béatrice wrote:

Merci pour ces explications très complètes. 😊 🧶

09.11.2020 - 20:05

Helle wrote:

Hvordan gør jeg med ærmer, når jeg har klippet op i den strikkede bluse Jeg er med på hvordan blusen skal klippes, men ærmerne virker sværere for hvor skal klippekanten gemmes

13.09.2020 - 09:32

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.