Hvernig á að laga útdregnar lykkjur

Keywords: gott að vita, villa,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við gott ráð hvernig hægt er að redda lykkju sem dregist hefur út úr stykkinu. Prufið fyrst að draga aðeins í stykkið, í báðar áttir, þannig að það mesta af lykkjunni dragist inn þar sem hún á að vera. Ef lykkjan er enn aðeins of laus, notið heklunál og fylgið þræðinu og dragið aðeins í þráðinn. Ef þú ert ekki 100% ánægð þá er hægt að strekkja stykkið. Leggið stykkið í volgt vatn (það má ekki vera of heitt) í 30-40 mínútur. Pressið síðan vatnið úr og leggið stykkið á heitt gólf eða á dýnu, í það form sem þú óskar eftir og látið þorna. Í þessu myndbandi notum við garnið DROPS Alaska.

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.