Hvernig á að laga útdregnar lykkjur

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við gott ráð hvernig hægt er að redda lykkju sem dregist hefur út úr stykkinu. Prufið fyrst að draga aðeins í stykkið, í báðar áttir, þannig að það mesta af lykkjunni dragist inn þar sem hún á að vera. Ef lykkjan er enn aðeins of laus, notið heklunál og fylgið þræðinu og dragið aðeins í þráðinn. Ef þú ert ekki 100% ánægð þá er hægt að strekkja stykkið. Leggið stykkið í volgt vatn (það má ekki vera of heitt) í 30-40 mínútur. Pressið síðan vatnið úr og leggið stykkið á heitt gólf eða á dýnu, í það form sem þú óskar eftir og látið þorna. Í þessu myndbandi notum við garnið DROPS Alaska.

Tags: gott að vita, villa,

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.