Heels

Myndbönd: 13
21:49
Hvernig á að fella af fyrir hæl með stuttum umferðum í DROPS 131-25

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af fyrir hæl með stuttum umferðum sem prjónaðar eru fram og til baka í sokknumm í DROPS 131-25. Við höfum nú þegar prjónað stroff þar til það mælist 12 cm. Prjóni áfram frá réttu þannig: * Prjónið 6 lykkju slétt, snúið við og prjónið 3 lykkju slétt til baka, aukið út með því að prjóna 2 lykkjur slétt í síðustu lykkju í umferð, snúið við *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum. * Prjónið 8 lykkjur slétt, snúið við og prjónið 6 lykkjur slétt til baka, fellið af með því að prjóna saman 3 síðust lykkjur slétt saman, snúið við *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum. Prjónið 1 umferð yfir allar lykkjur – setjið prjónamerki í þessa umferð – héðan er nú mælt. Næsta umferð er prjónuð frá röngu: * Prjónið 6 lykkjur brugðið, snúið við og prjónið 5 lykkjur brugðið til baka, aukið út með því að prjóna 2 lykkjur brugðið í síðustu lykkju í umferð, snúið við *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum. * Prjónið 8 lykkjur brugðið, snúið við og prjónið 6 lykkjur brugðið til baka, fellið af með því að prjóna síðustu 2 lykkjur brugðið saman, snúið við *, endurtakið alls 4 sinnum = 18-18-19 lykkjur. Þessir sokkar eru prjónaðir úr DROPS Polaris, en í myndbandinu prjónum við með; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

15:29
Hvernig á að prjóna gamaldags hælúrtöku á sokk

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum gamaldags úrtöku fyrir hæl í sokkum í DROPS 189-36. Við höfum nú þegar prjónað stroff og sett 20 lykkjur ofa á fæti á þráð (við notum lykkjufjöldann í minnstu stærðinni). Síðan er prjónað sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur, í 1. umferð frá réttu eru lykkjur auknar út til að sokkurinn passi betur þannig: Prjónið 9 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, * prjónið 2 lykkjur, aukið út um 1 lykkju *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum og prjónið síðan út umferðina = 28 lykkjur á prjóni. Haldið áfram og prjónið til baka í sléttprjóni þar til hællinn mælist ca 5 cm, setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 10 lykkjur slétt, prjónið næstu 8 lykkjur slétt saman 2 og 2, prjónið síðustu 10 lykkjur slétt = 24 lykkjur. Snúið við og prjónið brugðið til baka. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Prjónið nú fram og til baka frá röngu til að prjóna saman hællykkjurnar. HÆLLYKKJUR PRJÓNAÐAR SAMAN: Allar umferðir eru prjónaðar frá röngu. Snúið við og prjónið fyrstu 12 lykkjur brugðið frá röngu. Passið uppá að þráðurinn sé á bakhlið á stykki (= liggi að réttu á stykkinu) og prjónið þannig: VINSTRI PRJÓNN: Prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman, steypið síðan til baka lykkjum sem prjónaðar voru saman yfir á vinstri prjón og herðið á þræði. Snúið ekki stykkinu við. HÆGRI PRJÓNN: Stingið inn vinstri prjóni í 2 næstu lykkjur á hægri prjóni (stingið inn frá vinstri að hægri og passið uppá að prjóninn liggi aftan við / bakvið hægri prjón), sækið þráðinn og leggið þráðinn utan um vinstri prjón, dragið síðan þráðinn í gegnum þessar 2 lykkjur (frá hægri að vinstri) og sleppið 2 lykkjum af hægri prjóni. Setjið síðan til baka lykkjuna sem prjónuð var saman á hægri prjón og herðið á þræði. Snúið ekki stykkinu við. Endurtakið VINSTRI og HÆGRI PRJÓNN svona þar til eftir eru 2 lykkjur. Nú hafa hællykkjur verið prjónaðar saman. Setjið 2 lykkjur sem eru eftir á hægri prjón og snúið stykkinu að réttu. Þessi sokkar eru prjónaðir úr DROPS Karisma, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.