Hvernig á að sauma blúndukant við stykki með gatamynstri
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við saumum niður blúndukant á stykki. Saumið frá röngu, festið þráðinn í úrtöku í gatamynstri og saumið eitt spor á milli 2 ystu stuðlana á blúndukanti.
Þræðið þráðinn til baka að röngu á stykki, * saumið meðfram neðri kanti á gatamynstri (ekki er saumað í blúndukantinn) að næstu úrtöku í gatamynstri, færið nálina í kringum þessa úrtöku og á milli 6. og 7. stuðuls eftir síðasta skipti þar sem blúndukanturinn var festur við stykkið, þræði þræðinum til baka að röngu á stykki *, endurtakið frá *-*. Það er mikilvægt að saumurinn verði ekki stífur, , þá kemur stykkið til með að missa teygjanlekann. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir og e.t.v. mynsturteikningu.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.