Hvernig á að prjóna tátiljur í DROPS 203-37
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum tátiljurnar “Carrot Squash" í DROPS 203-37. Við höfum nú þegar fitjað upp lykkjur í minnstu stærðinni og byrjum myndbandið á að sýna umferð 1 þar sem einungis eru prjónaðar sléttar lykkjur. Eftir það stroffið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið. Eftir stroffið eru settar 31 lykkjur á þráð, þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar áfram fram og til baka. Síðan eru þessar lykkjur prjónaðar, nýjar lykkjur sem eru teknar upp meðfram kanti og lykkjur af þræði og aftur er prjónað í hring. Lykkjum er fækkað og prjónað er að réttu máli, brjótið tátiljurnar saman og saumið undir fæti saman, í ysta liðinn í ystu lykkjuna. Þessar tátiljur eru prjónaðar úr DROPS Snow, sama garni og við notum í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.