Hvernig á að prjóna A.1 í DROPS 145-18

Keywords: gatamynstur, mynstur, poncho,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig byrjað er að prjóna poncho neðan frá og upp samkvæmt mynsturteikningu A.1 í DROPS 145-18, jafnframt því sem fitjaðar eru upp 2 nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar. Við byrjum á því að sýna síðustu umferð sem prjónuð er í garðaprjóni með útaukningu rétt áður en byrjað er á mynsturteikningu A.1 neðst í hægra horninu.
UMFERÐ 1 í mynstureiningu er prjónuð þannig: Prjónið 2 nýjar lykkjur og fyrstu lykkju í mynstureiningu slétt, prjónið nú þannig: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, * endurtakið frá *-* út umferðina, fitjið upp 2 nýjar lykkjur.
UMFERÐ 2-6 eru prjónaðar slétt í hverri umferð (munið eftir að fitja upp 2 nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar).
UMFERÐ 7 í mynstureiningu er prjónuð þannig: Þær 2 nýju lykkjur eru prjónaðar áfram slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir sem prjónuð er slétt, fitjið upp 2 nýjar lykkjur.
UMFERÐ 8-12 er prjónuð slétt í hverri umferð (munið eftir að halda áfram að fitja upp 2 nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar). Þetta poncho er prjónað úr DROPS Paris, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (3)

Rosie Rumsey wrote:

Blue Breeze poncho (Drops 145-18) Are there written instructions for the charts?

15.08.2021 - 17:56

DROPS Design answered:

Dear Mrs Rumsey, there are only diagrams and videos to this pattern - but this lesson will help you reading diagrams. Happy knitting!

16.08.2021 - 08:54

Ullakarlsson wrote:

Vill veta hur jag fortsätter med detta mönster drops 145-18 stickar medium med 111 maskor A.1 ska jag sluta med 8 varvet var ska jag börja med À.2A À.2b och À.2c står att de första varven redan är stickade vi börjar med varv 7 .ser ju ut som det första mönstret. Börjar på 5raden ska jag inte börja på rad 1 stämmer inte i mönstret hur jag än försöker vill ha svar snabbt.

19.04.2016 - 22:22

DROPS Design answered:

Hej Ulla, Videon visar bara hur man stickar mönstret. Du måste följa beskrivningen i mönstret, och du måste sticka alla varv. Lycka till!

02.05.2016 - 14:46

Kduitmann wrote:

Wat een geweldige leerzame video's , had geen idee wat er allemaal kon. Hartelijk bedankt daarvoor.

23.10.2014 - 12:34

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.