Hvernig á að prjóna peysu í DROPS 248-5 - Hluti 3
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við aðeins hvernig Sand Diamond Cardigan er prjónuð. Við notum lykkjufjöldann fyrir stærð M. Við höfum nú þegar prjónað kanta að framan með i-cord kanti, prjónað smá af mynsturteikningu A.1, A.2, A.3 og A.4 (sjá myndband Hluti 1) og prjónað berustykkið fram að skiptingu fyrir fram- og bakstykki og ermar (sjá myndband Hluti 2). Við byrjum myndbandið á að prjóna umferðina þar sem við skiptum stykkinu fyrir fram- og bakstykki og ermar (frá réttu). Lesið SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR – ALLAR STÆRÐIR í uppskriftinni. Í stærð M á að vera 235 lykkjur fyrir fram- og bakstykki og 56 lykkjur fyrir hvora ermi. Eftir það er prjónað frá röngu og prjónað er eftir 2. umferð í mynsturteikningu þannig: * Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, A.6, A.3 þar til 12 lykkjur eru eftir, prjónið A.5 og 7 kantlykkjur að framan eins og áður.
Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina. Eftir það eru 7 kantlykkjur að framan prjónaðar eins og áður, prjónið A.7, A.3 þar til 18 lykkjur eru eftir, prjónið A.8 og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina *. Prjónið frá *-* að uppgefnu máli í uppskrift, stillið af eftir heila mynstureiningu af A.3 á hæðina. Munið eftir HNAPPAGAT. Skiptið um grófleika á prjóni, prjónið stroff og aukið út lykkjur, áfram eru 7 kantlykkjur prjónaðar í hvorri hlið eins og áður, lesið uppskrift.
Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Daisy, en í myndbandinu notum við DROPS Cotton Merino í lit nr 30.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.
Þú finnur einnig fleiri myndbönd fyrir þessa peysu að neðan.
Hie meerder ik in de mouwen welke steek gebruik ik hier voor om het patroon goed door te laten lopen met valse patent steek, b. v. d Trijnie ten Hoor
05.08.2023 - 21:42