Hvernig á að fella af 2 lykkjur í DROPS Extra 0-1145

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af 2 lykkjur í DROPS Extra 0-1145. Fellið af þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni yfir á hægri prjón, setjið næstu lykkju á hjálparprjón fyrir framan stykkið, setjið til baka ystu lykkju af hægri prjón yfir á vinstri prjón og prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið ystu lykkju á hægri prjón til baka yfir á vinstri prjón, steypið lykkju af hjálparprjóni yfir ystu lykkju á vinstri prjón svo að hún verði ekki snúin og setjið þessar lykkjur yfir á hægri prjón. Þetta sett er prjónað úr DROPS Merino Extra Fine, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.