Hvernig á að prjóna kant í hálsi í DROPS 187-14

Keywords: kantur, peysa,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum kant í hálsi eftir mynsturteikningu A.4 í Adele peysunni í DROPS 187-14. Við höfum nú þegar prjónað 4 umferðir garðaprjón, 1 umferð slétt og 3 umferðir í mynsturteikningu A.4. Við byrjum í umferð 4 í mynsturteikningu = umferð með 2 lykkjum slétt saman og sláum uppá prjóninn (uppslátturinn er prjónaður slétt í næstu umferð svo að það myndist gat). Þegar umferð 7 hefur verið prjónuð til loka, prjónið 1 umferð slétt, áður en fellt er af þannig: Fellið af með sléttu, en á undan 4 hverri lykkju er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er felldur af eins og lykkja.
Eftir þetta brjótum við stykkið saman við gataumferð í A.4 þannig að stykkið með uppábroti kemur innan við kantinn. Saumið affellingarkantinn við efstu umferð með garðaprjóni. Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Belle, en í myndbandinu notum við grófara garn: DROPS Snow.

Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Veronique wrote:

Waar kan ik mijn huidige projecten vinden. Waar ik foto's op heb bewaard

30.05.2018 - 15:09

DROPS Design answered:

Dag Veronique, Deze vind je door helemaal rechts boven aan op de link 'Jouw favorieten' (of het hartje) te klikken.

08.06.2018 - 10:21

Radwa wrote:

Thank you ❤️ This is a very useful and clear tutorial 👍

11.05.2018 - 15:03

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.