DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Mynstur kennslumyndbönd

Við höfum nokkur hundruð skref-fyrir-skref kennslumyndbönd til að leiðbeina þér við að prjóna og hekla nokkur af vinsælustu mynstrunum okkar.

Myndbönd: 983
13:30
Hvernig á að prjóna peysu í DROPS 248-5 - Hluti 2

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við aðeins hvernig Sand Diamond Cardigan er prjónuð. Við notum lykkjufjöldann fyrir stærð M. Við höfum nú þegar prjónað kanta að framan með i-cord kanti, prjónað 24 umferðir í mynsturteikningu A.1 og prjónað mynsturteikningu A.2, A.3 og A.4 2 sinnum á hæðina (sjá myndband hluti-1). Þegar A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 2 sinnum á hæðina eru prjónaðar að auki 2 mynstureiningar af A.3 á milli A.2 og A.4 (= 4 mynstureiningar af A.3). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina hefur útaukning við miðju að framan verið prjónuð til loka, nema í stærð S en þar á að auka út fyrir laskalínu í hvert skipti í skiptingunni á milli fram- og bakstykkis og erma. Lestu að neðan BERUSTYKKI undir þeirri stærð sem þú prjónar og hvernig þú prjónar næstu umferð (við notum prjónamerki á milli mynstureininga til að fá betri yfirsýn). Mundu eftir HNAPPAGAT. Þegar A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina hefur öll útaukning verið gerð til loka og það eru núna 317 lykkjur á prjóni og stykkið mælist ca 27 cm frá öxl (stærð M). Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Daisy, en í myndbandinu notum við DROPS Cotton Merino í lit nr 30. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan. Þú finnur einnig fleiri myndbönd fyrir þessa peysu að neðan.

12:49
Hvernig á að prjóna peysu í DROPS 248-5 - Hluti 3

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við aðeins hvernig Sand Diamond Cardigan er prjónuð. Við notum lykkjufjöldann fyrir stærð M. Við höfum nú þegar prjónað kanta að framan með i-cord kanti, prjónað smá af mynsturteikningu A.1, A.2, A.3 og A.4 (sjá myndband Hluti 1) og prjónað berustykkið fram að skiptingu fyrir fram- og bakstykki og ermar (sjá myndband Hluti 2). Við byrjum myndbandið á að prjóna umferðina þar sem við skiptum stykkinu fyrir fram- og bakstykki og ermar (frá réttu). Lesið SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR – ALLAR STÆRÐIR í uppskriftinni. Í stærð M á að vera 235 lykkjur fyrir fram- og bakstykki og 56 lykkjur fyrir hvora ermi. Eftir það er prjónað frá röngu og prjónað er eftir 2. umferð í mynsturteikningu þannig: * Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, A.6, A.3 þar til 12 lykkjur eru eftir, prjónið A.5 og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina. Eftir það eru 7 kantlykkjur að framan prjónaðar eins og áður, prjónið A.7, A.3 þar til 18 lykkjur eru eftir, prjónið A.8 og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina *. Prjónið frá *-* að uppgefnu máli í uppskrift, stillið af eftir heila mynstureiningu af A.3 á hæðina. Munið eftir HNAPPAGAT. Skiptið um grófleika á prjóni, prjónið stroff og aukið út lykkjur, áfram eru 7 kantlykkjur prjónaðar í hvorri hlið eins og áður, lesið uppskrift. Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Daisy, en í myndbandinu notum við DROPS Cotton Merino í lit nr 30. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan. Þú finnur einnig fleiri myndbönd fyrir þessa peysu að neðan.

20:38
Hvernig á að prjóna hettu í DROPS 156-1

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum hettuna á vinsælu peysunni okkar í DROPS 156-1, við prjónum stærð S. Við höfum nú þegar fitjað upp 116 lykkju (meðtaldar 2 kantlykkjur í garðaprjóni (lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum), í hvorri hlið á stykki) og prjónum 2 umferðir garðaprjón. Við höfum prjónað BAMBUSMYNSTUR fram og til baka (= umferð 1 (= rétta): * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur garðaprjón, steypið uppslættinum yfir 2 lykkjur í garðaprjóni *, endurtakið frá *-*. Umferð 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Endurtakið 1. – 2. umferð, með 2 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið (kantlykkjurnar tvær halda áfram í garðaprjóni til loka). Þegar stykkið mælist 38 cm (í sýnishorninu okkar okkar mælist stykkið 22 cm) prjónið frá réttu þannig: Mynstur eins og áður yfir fyrstu 30 lykkjur, garðaprjón yfir næstu 56 lykkjur JAFNFRAMT er fækkað um 12 lykkjur jafnt yfir, mynstur yfir þær 30 lykkjur sem eftir eru = 104 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka þar til prjónaðir hafa verið 3 garðar (6 umf garðaprjón) yfir miðjulykkju, JAFNFRAMT í umferð 2 frá réttu er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir garðaprjón og í umf 3 frá réttu er aukið út um 4 l jafnt yfir garðaprjón = 112 lykkju. Prjónið nú upphækkun í garðaprjóni við hnakka frá réttu þannig: Prjónið þar til 30 lykkjur eru eftir, snúið við og prjónið þar til 30 lykkjur eru eftir, snúið við, prjónið þar til 40 lykkjur eru eftir, snúið við, prjónið þar til 40 l eru eftir, snúið við, prjónið þar til 50 lykkjur eru eftir, snúið við, prjónið þar til 50 lykkjur eru eftir, snúið við, prjónið þar til 55 lykkjur eru eftir, snúið við, prjónið þar til 55 lykkjur eru eftir, snúið við og prjónið út umf (mynstur yfir síðustu 30 lykkjur). Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Nepal, en í myndbandinu prjónum við með grófara garni; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.