Hvernig á að prjóna peysu í DROPS 248-5 - Hluti 1
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við aðeins hvernig Sand Diamond Cardigan er prjónuð. Við notum lykkjufjöldann fyrir stærð M. Við höfum nú þegar prjónað kanta að framan með úrtöku og i-cord kanti og byrjum myndbandið á því að fitja upp lykkjur á milli hægri og vinstri kanti að framan (grænu merkin sýna úrtöku í hvorum kanti að framan). Síðan er prjónuð 1 umferð brugðið frá röngu, en á meðan 7 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eru prjónaðar eins og áður. Í næstu umferð er kanturinn að framan prjónaður eins og áður, prjónað er í garðaprjóni, sléttprjóni og samkvæmt mynsturteikningu ásamt því að auka út fyrir laskalínu, lestu að neðan BERUSTYKKI í mynstri (við notum prjónamerki á milli mynstureininga til að fá betri yfirsýn). Þegar A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónuð 1 mynstureining fleiri af A.3 á milli A.2 og A.4 (= 4 mynstureiningar af A.3).
Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Daisy, en í myndbandinu notum við DROPS Cotton Merino í lit nr 30.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.
Þú finnur einnig fleiri myndbönd fyrir þessa peysu að neðan.