Hvernig á að byrja á hægra framstykki í DROPS 153-13

Keywords: jakkapeysa, rendur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við byrjum á framstykki á peysu Blue Maze í DROPS 153-13. Fitjið laust upp 12 lykkjur með litnum grænn (Delight í DROPS 153-13) á sokkaprjóna. Skiptið yfir í litinn hvítur (Alpaca í DROPS 153-13) og prjónið 2 umferðir slétt. Skiptið yfir í litinn grænn og prjónið 2 umferðir slétt. Skiptið yfir í litinn hvítur og prjónið 1 umferð slétt, snúið stykkinu réttsælis og prjónið 4 lykkjur meðfram hlið á stykki. Snúið stykkinu aftur, notið einn nýjan prjón og takið upp 12 lykkjur neðan á uppfitjunarkanti = 28 lykkjur á prjóni. Prjónið 1 umferð slétt til baka yfir allar lykkjur. Staðsetjið prjónamerki í lykkju 13 og 16. Skiptið yfir í litinn grænn og prjónið svo garðaprjón og rendur JAFNFRAMT er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við lykkju 13 og 16 í hverri umferð frá réttu (= 4 lykkjur fleiri), uppslátturinn er prjónaður slétt í næstu umferð þannig að það myndast lítil göt. Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Delight og DROPS Alpaca, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.