Hvernig á að gera skrauthnút

Keywords: jól, jólapeysur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við hnýtum hnút sem er festur sem skraut á jólasvein sem er prjónaður í peysu. Sama aðferð er einnig notuð til að gera stjörnu efst á jólatré.
HNÚTUR: Hnúturinn er hnýttur í kringum lykkju. Klippið 2 þræði af litnum natur (jólasveinn) / gulur (jólatré), ca 10 cm. Leggið þræðina saman, notið nál og þræðið þræðina í gegnum efstu natur / gulu lykkjuna efst á jólasveinahúfu / jólatré, þannig að báðir þráðarendarnir liggi frá réttu á stykki, hvoru megin við lykkjuna. Hnýtið hnút, hnýtið síðan annan hnút, í gagnstæða átt. Klippið þræðina ca ½ cm (jólasveinn) / 1 cm (jólatré). Peysan með jólasveinum / jólatrjám er prjónuð úr DROPS Air, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndina að neðan.

The video above can be used in the following patterns

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.