DROPS Super Sale - 30% AFSLÁTTUR á 4 tegundum af ullargarni!

Lærðu að prjóna

Lærðu hvernig á að prjóna með víðtæku safni okkar af prjónamyndböndum. Frá því að ná tökum á grunnaðferðum til að prjóna flókin gatamynstur, myndböndin okkar ná yfir allt! Þú getur lært vinsælar aðferðir eins og evrópskar axlir og axlasæti, auk ráðlegginga og tækniaðferða eins og að taka upp lykkjur og gera stuttar umferðir. Fullkomið fyrir prjónara á öllum stigum, kennsluleiðbeiningarnar okkar eru hannaðar til að hvetja og leiðbeina þér hvert skref á leiðinni!

Myndbönd: 611
8:01
Hvernig á að prjóna vöfflumynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum vöfflumynstur í teppinu A Patch of Comfort í DROPS 157-21. Í myndbandinu höfum við þegar prjónað smá stykki til þess að sjá mynstrið betur. Við byrjum á umferð 2. UMFERÐ 1 (ranga): slétt fá röngu. UMFERÐ 2 (rétta): 2 lykkjur slétt, * prjónið 1 lykkju slétt í lykkju frá fyrri umferð og sleppið niður lykkju af vinstri prjóni, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (ranga): 2 lykkjur slétt, * prjónið 1 lykkju slétt, takið upp lykkjuna sem liggur í kringum lykkju og prjónið þá lykkju slétt saman með lykkju af prjóni *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 4 (rétta): 2 lykkjur slétt, * 1 lykkja slétt, prjónið 1 lykkja slétt í lykkju frá fyrri umferð og sleppið síðan niður lykkju af vinstri prjóni *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 5 (ranga): 2 lykkjur slétt, * takið upp lykkjuna sem liggur í kringum lykkju og prjónið hana slétt saman með lykkju á prjóni, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. Endurtakið umf 2-5. Þetta teppi er prjónað úr DROPS Nepal, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

5:53
Hvernig á að prjóna tvöfaldar langar lykkjur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna tvöfaldar langar lykkjur. Þú getur notað þessa aðferð í hálsklút með löngum lykkjum, stroff, kraga eða tösku. Tvöfaldar lykkjur eru prjónaðar fram og til baka þannig: Lykkjurnar eru prjónaðar frá röngu en sjást frá réttu. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið allar lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, * gerið tvöfalda lykkju þannig: Vefjið þræðinum laust 3 sinnum yfir og í kringum vinstri vísifingur og löngutangar. Prjónið næstu lykkju slétt með því að draga alla 3 þræðina á vinstri vísifingri í gegnum lykkjuna. Sleppið nú niður lykkjunum af fingrunum – en lykkjur eru áfram á vinstri prjóni, leggið aðal þráðinn yfir vinstri vísifingur jafnframt er haldið þétt um 2 lykkjurnar inn við stykkið með fingrum hægri handar. Prjóni 1 lykkju slétt í sömu lykkju aftan í lykkjubogann (= 1 lykkja snúin slétt). Nú eru 3 lykkjur + 1 lykkja snúin slétt á hægri prjóni. Takið 3 síðustu lykkjur yfir fyrstu lykkju = 1 lykkja, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-*. Endurtakið þessar 2 umferðir, prjónið lykkju í aðra hverja lykkju í annað hvert skipti þannig að þær komi ekki í röð yfir hverja aðra. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

12:50
Hvernig á að prjóna blóm - Baldursbrá

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig prjóna á blómamynstrið - Baldursbrá. Fitjið upp þann fjölda lykkja sem er deilanlegur með 4+1 (+ e.t.v. kantlykkjur). Í myndbandinu höfum við nú þegar fitjað upp 16 + 1 lykkjur og byrjum á umferð 1. Fyrst sýnum við umferð 1-4 einungis með grænum lit, síðan sýnum við umferð 1-2 með bláfjólubláum lit og umferð 3-4 með grænum lit. Að lokum sýnum við 6 mynstureiningar af umferð 1-4. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið allar lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt * hafðu þráðinn að þér, prjónið 3 lykkjur brugðið saman, látið lykkjurnar vera á vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, stingið hægri prjóni í gegnum 3 sömu lykkjurnar, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar, setjið lykkjurnar yfir á vinstri prjón, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 3 (skiptið um lit): Prjónið allar lykkjur slétt. UMFERÐ 4: Prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið, * 1 lykkja slétt, hafðu þráðinn að þér, prjónið 3 lykkjur brugðið saman, látið lykkjurnar vera á vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, stingið hægri prjóni í gegnum 3 sömu lykkjurnar, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar, setjið lykkjurnar yfir á vinstri prjón *, endurtakið frá *-* út umferðina og endið með 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin og 1 lykkja slétt. Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow, en prufan með hvítum og bleikum lit er prjónað úr DROPS Safran.

9:55
Hvernig á að prjóna Pepita mynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum Pepita mynstur með 2 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið. Mynstrið í þessu myndbandi nær yfir 5 lykkjur, við prjónum 20 lykkjur + 2 lykkjur garðaprjón (= slétt í hverri umferð) í hvorri hlið (= 24 lykkjur). Einnig er hægt að prjóna þetta mynstur yfir færri/fleiri lykkjur og eftir mynsturteikningu, sem í þessu dæmi er í peysu í DROPS 206-21. Í myndbandinu sýnum við 4 umferðir með litnum ljós grár og eftir það 2 umferðir með litnum grár. 1. UMFERÐ: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, passið uppá að þráðurinn sem prjónað sé með liggi frá röngu á stykki (frá þér, séð frá réttu), 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* umferðina út og endið með 2 lykkjur garðaprjón. 2. UMFERÐ: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, passið uppá að þráðurinn sem prjónað sé með liggi frá röngu á stykki (að þér, séð frá röngu), 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* umferðina út og endið með 2 lykkjur garðaprjón. 3. UMFERÐ: Endurtakið 1. Umferð. 4. UMFERÐ: Endurtaki 2. Umferð. Skiptið um lit og endurtakið 1.-4. umferð, en nú færist mynstrið til þannig að prjónuð er 1 lykkja fleiri í hvert skipti sem 1 lykkju er steypt yfir. Við notum garnið DROPS Snow og prufan í svörtu/hvítu er prjónuð úr DROPS Big Merino. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

10:44
Hvernig á að prjóna 1 lykkju fyrir neðan

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum 1 lykkju fyrir neðan. "Prjónið 1 lykkju fyrir neðan" er prjónaðferð sem gefur þessu stroffi, fallega áferð, en einnig lóðréttar rendur þegar notaðir eru 2 litir eins og í myndbandinu okkar. Prjónið þannig: Stingið hægri prjóni í gegnum lykkjuna undir 1. lykkju á vinstra prjóni, sækið þráðinn, lyftir lykkjunni af vinstra prjóni. Fitjið upp oddatölu fjölda lykkja á sokkaprjón eða á hringprjón fyrir stærri verkefni. UMFERÐ 1 (rétta) grænn: Prjónið 1 lykkju slétt, * 1 lykkja slétt fyrir neðan *, endurtakið frá *-* og endið umferð á 2 lykkjur slétt, færið til lykkjur í hægri hlið á prjóni. UMFERÐ 2 (rétta) hvítur: Prjónið 1 lykkju brugðið,* 1 lykkja slétt fyrir neðan, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* og endið umferð á 1 lykkju slétt fyrir neðan, 1 lykkja brugðið, snúið við. UMFERÐ 3 (ranga) grænn: Prjónið 1 lykkju brugðið, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja brugðið fyrir neðan *, endurtakið frá *-* og endið umferð á 2 lykkjur brugðið, færið til lykkjur í hægri hlið á prjóni. UMFERÐ 4 (ranga) hvítur: Prjónið 1 lykkja slétt, * 1 lykkja brugðið undir, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* og endið umferð á 1 lykkju brugðið fyrir neðan, 1 lykkja slétt, snúið við. Endurtakið umf 1-4. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.