Hvernig á að prjóna fiskibeinamynstur á hringprjóna

Keywords: fiskibeinamynstur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig þú prjónar fiskibeinamynstur í hring á hringprjóna. Þetta fallega fiskibeinamynstur er ekki eins flókið og það sýnist vera. Þessi sígilda áferð er fullkomin fyrir mynstur í hálsklúta, kraga, húfur og fyrir heimilið. Stykkið verður stíft og þess vegna eru notaðir grófari prjónar en þá sem mælt er með fyrir þykkt á garni.

FISKIBEINAMYNSTUR (deilanlegt með fjölda í pari): Passið fyrst uppá að lykkjurnar séu ekki snúnar utan um prjóninn og tengið saman með því að lyfta síðustu lykkjunni sem fitjuð var upp frá hægri prjóni yfir á vinstri prjón (svo að hún er við hliðina á fyrstu lykkjunni sem fitjuð var upp).
Setjið eitt prjónamerki á hægri prjón. Prjónið 2 lykkjur slétt saman og sleppið niður fyrstu lykkjunni á vinstri prjón (látið hinar lykkjurnar vera eftir á prjóninum).
UMFERÐ 1: Prjónið 2 lykkjur slétt saman og sleppið niður fyrstu lykkjunni á vinstri prjón, endurtakið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki. Þegar þú hefur 1 lykkju eftir á undan prjónamerki þá færir þú prjónamerkið yfir á hægri prjón. Prjónið 2 lykkjur slétt saman og sleppið bara niður fyrstu lykkjunni á vinstri prjón. Takið næstu lykkju á vinstri prjón, snúið henni í hina áttina og setjið hana til baka á prjóninn.
UMFERÐ 2: Prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftari lykkjubogann og sleppið bara niður fyrstu lykkjunni á vinstri prjóni, endurtakið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki. Þegar þú ert með 1 lykkju eftir á undan prjónamerki þá færir þú prjónamerkið yfir á hægri prjón. Prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftari lykkjubogann og sleppið bara niður fyrstu lykkjunni á vinstra prjóni. Takið næstu lykkju yfir á vinstri prjón, snúið henni í hina áttina og setjið til baka á prjóninn.
Endurtakið umferð 1 og 2.

Athugasemdir (10)

Vero wrote:

Bonjour, Pouvez vous m indiquer la taille des aiguilles à tricoter pour faire un plaid en point de chevrons avec la drops wish (12 ?) et le nombre de pelotes ? Merci bcp pour votre réponse

12.11.2022 - 13:35

DROPS Design answered:

Bonjour Vero, vous trouverez ici une couverture à tricoter en Wish (même groupe de laine que Cloud - utilisez notre convertisseur pour avoir la quantité exacte). Bon tricot!

14.11.2022 - 11:13

Alice Sloop wrote:

Thank you!

10.01.2022 - 04:51

Giulia wrote:

Hello! How can I change color In the round with herringbone stiches? Thanks a lot

21.10.2019 - 18:28

DROPS Design answered:

Dear Giulia, you probably can work stripes when working herringbone stitches, do not hesitate to work a small swatch to make your own tests and find out the best round to change colour. Happy knitting!

22.10.2019 - 11:05

Beatrice wrote:

Sehr originell und interessant. Werde gleich versuchen, das Muster zu stricken. Herzlichen Dank

17.02.2019 - 10:56

Catherine wrote:

Bonjour, faut-il monter un nombre de mailles pair ou impair ? Merci et bonne journée.

24.03.2018 - 12:24

DROPS Design answered:

Bonjour Catherine, on tricote sur un nombre de mailles pair. Bon tricot!

26.03.2018 - 13:27

Pamela wrote:

Just how do you bind off ?

04.01.2018 - 13:16

Eva wrote:

Simple clean pattern. I will definally try knitting it . Thank you for sharing

02.12.2017 - 07:51

Camille wrote:

Bonjour, vous dîtes qu'il faut prendre des aiguilles d'une taille supérieure à celle recommandée pour le fil. Combien de tailles au dessus? Des aiguilles de 9 pour un fil tricoté normalement en 4,5-5 est-ce suffisant? trop gros? Merci de votre réponse. Camille

13.01.2017 - 13:48

DROPS Design answered:

Bonjour Camille, faites un essai en fonction de la texture que vous souhaitez, vous serez ainsi certaine de la taille d'aiguilles que vous devez choisir. Bon tricot!

13.01.2017 - 18:17

Veronica wrote:

This is a very pretty stitch. How would you bind off? Do you bind off with the 2ktog or the regular way?

02.10.2016 - 21:22

DROPS Design answered:

Dear Veronica, you can bind off as usual, with K sts and pulling over, or any other technique you will find suitable to you. Happy knitting!

03.10.2016 - 11:31

Irene wrote:

Hallo, ich würde das Muster gerne nacharbeiten, weiß aber nicht welches Model damit gearbeitet werden kann. Danke für eine schnelle Antwort Irene

26.06.2016 - 13:30

DROPS Design answered:

Liebe Irene, es gibt z.B. Modell DROPS 158-34 in dieser Technik.

06.07.2016 - 12:35

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.