Hvernig á að prjóna tvöfaldar langar lykkjur

Keywords: lykkja,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna tvöfaldar langar lykkjur. Þú getur notað þessa aðferð í hálsklút með löngum lykkjum, stroff, kraga eða tösku. Tvöfaldar lykkjur eru prjónaðar fram og til baka þannig: Lykkjurnar eru prjónaðar frá röngu en sjást frá réttu.
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, * gerið tvöfalda lykkju þannig: Vefjið þræðinum laust 3 sinnum yfir og í kringum vinstri vísifingur og löngutangar. Prjónið næstu lykkju slétt með því að draga alla 3 þræðina á vinstri vísifingri í gegnum lykkjuna. Sleppið nú niður lykkjunum af fingrunum – en lykkjur eru áfram á vinstri prjóni, leggið aðal þráðinn yfir vinstri vísifingur jafnframt er haldið þétt um 2 lykkjurnar inn við stykkið með fingrum hægri handar. Prjóni 1 lykkju slétt í sömu lykkju aftan í lykkjubogann (= 1 lykkja snúin slétt). Nú eru 3 lykkjur + 1 lykkja snúin slétt á hægri prjóni. Takið 3 síðustu lykkjur yfir fyrstu lykkju = 1 lykkja, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-*. Endurtakið þessar 2 umferðir, prjónið lykkju í aðra hverja lykkju í annað hvert skipti þannig að þær komi ekki í röð yfir hverja aðra.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Athugasemdir (8)

Hanna Mourino wrote:

Hej! Och trevlig helg! Vänligen, vad är skillnaden mellan denna och singeltekniken? Blir det någon skillnad eller funktion på ett stickat objekt mellan dubbel och singelvarianten? Finns det några nackdelat mellan dessa två att ta i beaktning? Tack.

08.07.2022 - 15:37

DROPS Design answered:

Hei Hanna. Det er ikke den store forskjellen, men dobbel løkkestrikk blir litt fyldigere/tettere. mvh DROPS Design

08.08.2022 - 13:44

Anita wrote:

Hi, This is a wonderful idea for a pair of gloves I want to make for my niece. Will it be stretchy enough for glove cuff and will I need to add extra stitches to the a pre-existing pattern to allow for the addition ofthe loops? Thanks again for this video tutorial. I had a hard time with just the written instructions.

24.01.2014 - 01:50

Sil wrote:

Wouw, fantastic, and now on my own.

20.03.2012 - 21:02

Maryam wrote:

Send for me

25.10.2011 - 08:13

Meg wrote:

Kult

17.10.2011 - 10:58

Maritza wrote:

Hi.. I am chilean... I liked the video... Thanks for sharing... greeting

09.08.2011 - 15:19

Liliane Van Bulck wrote:

Dank u wel voor de goede uitleg om lussen te breien groetjes Liliane

09.02.2011 - 23:21

Gemma wrote:

This video is too fast to be able to watch them knitt and then tray to do it at the same time.

16.01.2011 - 18:03

DROPS Design answered:

Dear Gemma, do not hesitate to click on the icon "pause" to check step by step how to do and work it at the same time. Happy knitting!

16.10.2014 - 16:09

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.