Hvernig á að prjóna i-cord kant, fram og til baka
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum i-cord kant bæði frá réttu og frá röngu. Þær 6 fyrstu / 6 síðustu lykkjurnar á eftir i-cord kantinum eru prjónaðar í garðaprjóni (= lykkjur eru prjónaðar bæði frá réttu og frá röngu).
Í byrjun umferðar frá réttu er prjónað þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið sléttprjón.
Í lok umferðar frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt.
Í byrjun umferðar frá röngu er prjónað þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið sléttprjón.
Í lok umferðar frá röngu er prjónað þannig: 6 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Þessi aðferð er notuð í mörgum af mynstrunum okkar – þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.
Dieses Muster war das erste, was ich gestrickt habe. Es ist jetzt 30 Jahre her und ich freue mich, es wieder bei ihnen entdeckt zu haben. Durch ihre Seite, habe ich Stricken neu gelernt und viele Freunde und Bekannte bewundern meine Sachen. Machen sie weiter so und vielen vielen Dank.
10.07.2019 - 12:31