Hvernig á að prjóna einfalt fiðrilda mynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum einfalt fiðrildamynstur sem endurtekur sig. Eitt fiðrildi er prjónað yfir 7 lykkjur + lykkjur á milli hverra fiðrilda og 2 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið (garðaprjón = prjónið slétt í hverri umferð). Við höfum fitjað upp 29 lykkjur og prjónað 1 umferð slétt með aðallit (grænn), 2 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. Við byrjum myndbandið á að prjóna þannig:
Frá réttu: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, * leggið auka litinn framan við stykkið/að þér, prjónið 7 lykkjur slétt, leggið auka litinn aftan við stykkið/frá þér, prjónið 2 lykkjur slétt *, endurtakið þetta frá *-* út umferðina.
Frá röngu: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón , * leggið auka litinn aftan við stykkið/frá þér, prjónið 7 lykkjur brugðið, leggið auka litinn framan við stykkið/að þér, prjónið 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* út umferðina, en 2 síðustu lykkjurnar eru prjónaðar í garðaprjóni, snúið stykkinu. Endurtakið þessar tvær umferðir þar til þú ert með 6 lausa þræði á framhlið.
Frá réttu: Prjónið nú bara með aðallit. Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, 3 lykkjur slétt * stingið hægri prjón undir alla 6 löngu þræðina (notið e.t.v. þumalinn til aðstoðar), prjónið næstu lykkju, lyftið ekki lykkju af vinstri prjóni, en dragið lykkjuna undir 6 löngu þræðina, setjið lykkjuna á hægri prjón, prjónið þessar tvær lykkjur snúnar slétt saman, 8 lykkjur slétt, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Stingið hægri prjóni undir alla 6 löngu þræðina, prjónið næstu lykkju, lyftið ekki lykkjunni af vinstri prjóni, setjið lykkjuna á hægri prjón, prjónið þessar tvær lykkjur snúnar slétt saman, 3 lykkjur slétt og 2 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu og prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 2 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið. Við notum garnið DROPS Eskimo í þessu myndbandi.

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.