Hvernig á að byrja á að prjóna puffermi, frá ermakúpu og niður

Keywords: jakkapeysa, peysa,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við byrjum á að prjóna fram og til baka á puffermi, frá ermakúpu og niður, eins og er í DROPS 221-1. Mundu að lesa í þínu mynstri hversu margar lykkjur eru fitjaðar upp, hversu margar lykkjur eru auknar út jafnt yfir, hversu mörgum sinnum á að auka út með því að prjóna 2 lykkjur í 1 lykkju (prjónað er framan í og aftan í liðinn á lykkjunni) og hvernig auka á út í hvorri hlið áður en prjónað er í hring. Í þessu myndbandi höfum við fitjað upp 10 lykkjur, eftir það er prjónuð ein umferð slétt þar sem aukið er út um 5 lykkjur jafnt yfir. Síðan prjónum við 1 umferð brugðið frá röngu áður en við í næstu umferð frá réttu aukum út með því að prjóna 2 lykkjur í 1 lykkju (nema frá fyrstu og síðustu lykkju í umferð). Prjónið sléttprjón fram og til baka að ermakúpunni og fitjið jafnframt upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið, munið eftir að skoða í mynstri hversu margar lykkjur og hversu mörgum sinnum. Þegar réttur fjöldi lykkja hefur verið fitjaður upp og náð hefur verið réttu máli, setjið stykkið saman og prjónið í hring. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Veyssiere wrote:

Question

15.02.2024 - 19:15

Franca Turco wrote:

Esistono le istruzioni per questo bellissimo modello con maniche a sbuffo fatto con Ferri normali e non circolari??? Grazie mille per la pronta risposta 👋 cordiali saluti.

22.11.2021 - 13:20

DROPS Design answered:

Buonasera Franca, questo modello è lavorato in piano, quindi può lavorarlo con i ferri dritti. Buon lavoro!

22.11.2021 - 23:19

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.