Hvernig á að prjóna ÚTAUKNING-1 og ÚRTAKA í DROPS 205-41

Keywords: færið til, kaðall, peysa,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum ÚTAUKNING-1 og hvernig við prjónum ÚRTAKA í peysunni «Fun with Friends» í DROPS 205-41. Við höfum nú þegar prjónað smá stykki og sýnum umferð 1 frá RÉTTU þar sem við prjónum 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN, hvernig við fækkum um 1 lykkju (lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir). Eftir það prjónum við A.1 og A.4. Eftir að hafa prjónað A.4 aukum við út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, síðan prjónum við 1 lykkju slétt um uppsláttinn og lykkjan yfir. Prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er innan við A.5. Prjónið 1 lykkju slétt um uppsláttinn og lykkjan yfir, aukið svona út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.5, eftir það er A.1 prjónað þar til 3 lykkjur eru eftir. Prjónið 2 lykkjur slétt saman.
Frá RÖNGU: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN og fylgið útskýringum eftir í mynsturtáknum í mynsturteikningu, munið eftir að uppslátturinn er prjónaður brugðið, svo það myndist gat. Þessi peysa er prjónuð með tvöföldum þræði DROPS Air, en í myndbandinu notum við einungis 1 þráð DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Amanda wrote:

Hi some voice over would be helpful for your videos please.

15.03.2022 - 20:58

DROPS Design answered:

Dear Amanda, Our videos do not have sound. We are a worldwide company and our videos are watched by people around the world, speaking different languages, many of whom do not understand English. We have therefore written instructions to accompany this video (remember to read the explanation at the bottom of the video and written pattern) and there is no sound to disturb while watching. Enjoy!

16.03.2022 - 09:50

Corrie V Mourik wrote:

Ik moet om de *8ste nld 1 steek meerdere en vervolgens om de 2nld 1steek 3maal*. Dit moet ik 8x in totaal doen. Maar vanaf welke nld ga ik weer 8nld verder tellen? vanaf de eerste meerdering of na de laatste meerdeing?

19.01.2020 - 20:21

DROPS Design answered:

Dag Corrie,

Helaas begrijp ik je vraag niet goed. Waar moet je de 8e naald 1 steek meerderen? Op het voorpand? Brei je patroon 205-41 of een ander patroon?

31.01.2020 - 18:53

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.