DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Hekl myndbönd

Lærðu að hekla með frábæru kennslumyndböndunum okkar! Við erum með allt frá kennslumyndbönd fyrir byrjendur með grunnaðferðum til aðferða sem eru meira tæknilega útfærðar, sem og skref-fyrir-skref myndbönd til að leiðbeina þér í gegnum nokkur af vinsælustu fríu heklumynstrunum okkar.

Myndbönd: 283
8:07
Hvernig á að hekla einfalt blóm

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla einfalt blóm. Þetta blóm er heklað með mismunandi fjölda lykkja, en grunnhugmyndin er sú sama. Í myndbandinu heklum við 4 loftlykkjur og tengjum í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: * Heklið 1 fastalykkju í hringinn, 3 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið á einni keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá byrjun umferðar = 3 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Heklið nú í hvern loftlykkjuboga þannig: Heklið 1 keðjulykkju, 5 stuðlar og 1 keðjulykkja 3 blöð. Snúið við – næsta umferð er hekluð frá bakhlið á blómi. UMFERÐ 3: Heklið 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í kringum fyrstu fastalykkju frá 1. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja neðst fyrir miðju í fyrsta blaðið frá 2. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja í kringum næstu fastalykkju frá 1. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja neðst fyrir miðju í síðasta blaðið frá 2. umferð, endið á 4 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju sem hekluð var í byrjun umferðar = 6 loftlykkjubogar. Snúið við – næsta umferð er hekluð frá framhlið á blómi. UMFERÐ 4: Heklið í hvern loftlykkjuboga þannig: Heklið 1 keðjulykkju, 6 stuðla og 1 keðjulykkju = 6 blöð, klippið frá. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

16:07
Hvernig á að hekla blóm fyrir þjóðhátíðardaginn

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum fallegt blóm sem hægt er að nota við hátíðleg tækifæri eins og á fatnaði, í hárið, á borðið og fleira. Heklið 6 loftlykkjur með lit 1 og tengið í hring með keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: 1 loftlykkja, 15 fastalykkjur í hringinn og – LESIÐ LITASKIPTI að neðan – endið á 1 keðjulykkju með lit 2. UMFERÐ 2: 3 loftlykkjur, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 stuðull í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið á 3 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar = 8 loftlykkjubogar. UMFERÐ 3: Snúið við, * 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja í næsta stuðul, snúið við, 2 loftlykkjur, 6 stuðla um loftlykkjubogann, 5 stuðlar um stuðul frá umferð 2. Leggið stykkið til hægri og heklið 1 keðjulykkju í stuðul frá umferð 2 * = eitt blómablað tilbúið Snúið við og endurtakið frá *-* þar til það eru 8 blómablöð. Klippið frá. UMFERÐ 4: Notið lit 3, festið bandið með 1 fastalykkju í loftlykkjuboga frá umferð 2. Heklið 1 fastalykkju í sama loftlykkjuboga, 5 loftlykkjur, * 1 fastalykkja í næsta loftlykkjuboga, 5 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* út umferðina og endið á 1 keðjulykkju í 2. fastalykkju frá umferð = 8 loftlykkjubogar, snúið við. UMFERÐ 5: Heklið í hvern loftlykkjuboga þannig: * 1 fastalykkja, 3 loftlykkjur, 7 tvíbrugðna stuðla, 3 loftlykkjur og 1 fastalykkju *. Endurtakið frá *-* í næstu 7 boga og endið á 1 keðjulykkju í 1 fastalykkju frá byrjun umferðar. LITASKIPTI: Til þess að fá fallega skiptingu við litaskipti er síðasta keðjulykkja í umferð hekluð með nýja litnum þannig: Stingið heklunálinni í síðustu loftlykkju frá byrjun umferðar, sækið nýja bandið, bregðið bandinu um heklunálina með nýja litnum og dragið í gegnum lykkju á heklunálinni.

15:43
Hvenig á að hekla mörg hjörtu

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig þú heklar mörg hjörtu í sömu umferð, sem t.d. er hægt að nota þegar hekla á teppi. Fitjið upp þann fjölda lykkja sem er deilanlegur með 7 (+8) með grunnlit. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Við höfum fitjað upp 28 LAUSAR loftlykkjur (= 4 heil hjörtu) + 8 = 36 loftlykkjur. HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta stuðul í umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni. 1 stuðul í hverja af næstu 33 lykkjum = 34 stuðlar, skiptið um lit (hjartalit 1) þegar draga á þráðinn í gegn í lokin, klippið frá og snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (hjartaumferð): Heklið 3 loftlykkjur, 1 stuðul í 1. stuðul, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 5 lykkjur, * í næsta stuðul er heklað þannig: 2 stuðlar, 1 loftlykkja, 2 stuðlar, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 6 lykkjur *. Endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar, en í síðustu endurtekningunni er hoppað yfir 5 lykkjur (í stað 6 lykkjur) og heklið 2 stuðla í 3. loftlykkju frá fyrri umferð. Skiptið yfir í grunnlit þegar draga á þráðinn í gegn í lokin, snúið stykkinu. UMFERÐ 3: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í 1. stuðul. Nú er heklað um loftlykkjurnar í umferðinni að neðan og í stuðlana 2 í umferðinni að neðan þannig: Hoppið yfir 1 stuðul 1 umferð að neðan og 1 stuðul 2 umferðum að neðan, heklið 1 stuðul í hvorna af næstu 2 stuðlum. * Heklið 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjuna í hjarta, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 stuðla í hjarta og 2 stuðla frá 2 umferð að neðan, 1 stuðull í hvorn af næstu 2 stuðlum, hoppið yfir 2 stuðla *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar. Heklið 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkju í hjarta, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 stuðla frá 2 umferð að neðan, 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum, 1 loftlykkja og 1 fastalykkja í 3. loftlykkju, snúið stykkinu. UMFERÐ 4: Heklið 3 loftlykkjur, 1 stuðul í næstu loftlykkju, 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum. * 2 stuðlar um næsta loftlykkjuboga, 1 stuðul í næstu fastalykkju, 2 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum *, endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar. Endið með 2 stuðla í síðustu lykkju og skiptið um lit (hjartalitur 2) þegar draga á þráðinn í gegn í lokin, snúið stykkinu og klippið frá. Endurtakið 2-4 umferð að óskaðri lengd. Við notum DROPS Snow frá Garnstudo í myndbandinu og það er DROPS Cotton Merino frá Garnstudio í litlu prufunni.