Hvernig á að hekla vöfflumynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig þú heklar einfalt vöfflumynstur. Þetta mynstur er hentugt að nota í t.d. tuskur, pottaleppa eða teppi.
Fitjið upp með lykkjufjölda sem deilanlegur er með 3 + 4, við fitjum upp 15 + 4 loftlykkjur í myndbandinu. Heklið 19 loftlykkjur.
UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul í 2. loftlykkju frá heklunálinni, eftir það er heklaður 1 stuðull í hverja og eina af 17 loftlykkjum, 2 loftlykkjur og snúið.
UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í fyrsta/næsta stuðul, * 1 stuðul um stuðul í umferð að neðan, eftir það 1 stuðul í hvern og einn af 2 næstu stuðlum *, endurtakið frá *-* þar til eftir er 1 lykkja, endið með 1 stuðli í 2 loftlykkjur. Heklið 2 loftlykkjur og snúið.
UMFERÐ 3: * Heklið 1 stuðul í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðul um hvern og einn af 2 næstu stuðlum frá fyrri umferð *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 stuðli í 2 loftlykkju.
Heklið 2 loftlykkjur og snúið. Endurtakið umferð 2 og 3 að óskaðri lengd. Endið með að hekla 1 stuðul í hvern stuðul frá fyrri umferð. Í myndbandinu notum við DROPS Eskimo.

Tags: borðklútar, teppi, áferð,

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.