Hvernig á að hekla vöfflumynstur

Keywords: teppi, áferð, þvottaklútur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig þú heklar einfalt vöfflumynstur. Þetta mynstur er hentugt að nota í t.d. tuskur, pottaleppa eða teppi.
Fitjið upp með lykkjufjölda sem deilanlegur er með 3 + 4, við fitjum upp 15 + 4 loftlykkjur í myndbandinu. Heklið 19 loftlykkjur.
UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul í 2. loftlykkju frá heklunálinni, eftir það er heklaður 1 stuðull í hverja og eina af 17 loftlykkjum, 2 loftlykkjur og snúið.
UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í fyrsta/næsta stuðul, * 1 stuðul um stuðul í umferð að neðan, eftir það 1 stuðul í hvern og einn af 2 næstu stuðlum *, endurtakið frá *-* þar til eftir er 1 lykkja, endið með 1 stuðli í 2 loftlykkjur. Heklið 2 loftlykkjur og snúið.
UMFERÐ 3: * Heklið 1 stuðul í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðul um hvern og einn af 2 næstu stuðlum frá fyrri umferð *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 stuðli í 2 loftlykkju.
Heklið 2 loftlykkjur og snúið. Endurtakið umferð 2 og 3 að óskaðri lengd. Endið með að hekla 1 stuðul í hvern stuðul frá fyrri umferð. Í myndbandinu notum við DROPS Snow.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (3)

Sophia wrote:

Blir det här en grytlapp som är användbar eller är det bara dekoration?

12.12.2022 - 03:02

DROPS Design answered:

Hei Sofia. Disse gryteklutene er heklet i DROPS Paris (tykt bommulsgarn), og vaffelmønstret gir gryteklutene en ekstra tykkelse, slik at disse kan du fint bruke. Men vær alltid obs på hvor varmt det er det du skal brukes gryteklutene til. mvh DROPS Design

12.12.2022 - 08:16

Inger Johanne Eriksen Kvelstad wrote:

Tusen takk for flott instruksjon. Da er jeg kommet igang med å få brukt opp endel bomullsgarn som var for tykt til å bruke til andre ting.

26.07.2021 - 12:24

Anne-marie Gustavsson wrote:

Very good instruction! I was inspired to do at once!!!

04.08.2019 - 00:14

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.