Hvernig á að hekla blóm og festa á handfang í DROPS 187-3

Keywords: blóm, rendur, taska,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum blómin og handfangið í Juanita töskunni í DROPS 187-3. Við höfum nú þegar heklað smá af töskunni (við notum minni fjölda lykkja og aðra liti en það sem gefið er upp í mynstrinu) og við byrjum myndbandið með að hekla saman 2 stuðlalykkjur í eina og sömu lykkju (sporöskulaga tákn með 2 smáum strikum í 2. umferð í mynsturteikningu A.1). Síðan heklum við eftir mynsturteikningu A.2 í tvær stuðlalykkjur sem voru heklaðar saman. Eftir það sýnum við aðeins af umferð 3 í mynsturteikningu A.1, þá heklum við 1 stuðlalykkju um síðustu loftlykkju frá A.2. Handfangið er tilbúið og við sýnum hvernig við heklum annað handfangið við töskuna með stuðlalykkjum. Síðan sýnum við hvernig við heklum blómin til loka frá A.2 eftir mynsturteikningu A.3. Eftir það heklum við lausu blómin eftir mynsturteikningu A.4 og sýnum hvernig við saumum lausu blómin við töskuna og handfangið. Þessi taska er hekluð úr DROPS Paris, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.

Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Laura Binda wrote:

La tracolla è meglio lavorarla a parte? Per favore potete rispondere in italiano? Grazie

05.05.2020 - 18:28

DROPS Design answered:

Buongiorno Laura, la tracolla viene lavorata a parte e poi attaccata alla borsa come mostrato nel video e nelle spiegazioni del modello. Buon lavoro!

06.05.2020 - 09:39

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.