Hvernig á að prjóna A.1, A.2, A.3 og A.5 i DROPS Children 26-13
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum eftir mynsturteikningu A.1, A.2, A.3 og A.5 í peysunni Bright Sally í DROPS Children 26-13. Við prjónum mynstrið í þessari röð: A.1, A.2, A.3, A.3 og 3 lykkjur í sléttprjóni. Þegar A.3 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina er röðin þessi: A.1, A.2, A.5, A.5 og 3 lykkjur sléttprjón. Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.