Hvernig á að prjóna mismunandi útaukningar

Tags: gatamynstur, mynstur, peysur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna mismunandi útaukningar sem eru m.a. notaðar í peysunni DROPS 210-21 «Cloud Dancer» og í mynsturteikningu A.2.
1. mynstureiningar tákn sem er merkt með bleiku er prjónað þannig: Prjónið 2 lykkjur brugðið saman, takið upp þráðinn innan næstu lykkju og setjið þráðinn á vinstri prjón, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkju slétt í þennan þráð (= 2 lykkjur fleiri).
2. mynstureiningar tákn sem er merkt með bleiku er prjónað þannig: Takið upp þráðinn innan næstu lykkju og setjið þráðinn á vinstri prjón, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkju slétt í þennan þráð, eftir það eru 2 næstu lykkjur prjónaðar brugðið saman (= 2 lykkjur fleiri).
3. mynstureiningar tákn sem er merkt með bleiku er prjónað þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, eftir það eru 2 næstu lykkjur prjónaðar brugðið saman.
4. mynstureiningar tákn sem er merkt með bleiku er prjónað þannig: Prjónið 2 lykkjur brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn.
Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Air, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

The video above can be used in the following patterns

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (2)

Sally Nørgaard 21.09.2020 - 11:22:

I have problems with the videos. I live i Denmark, but have not learned to knit the european way. I would like to see videos using the uk techniques-Can you help?\r\nSally

Maribelle Lebre 08.09.2020 - 02:34:

I just want to thank you or your ge nerosity to the community - not only with the countless fashion-forward & easy to understand patterns you offer so freely on your site, but what I consider to be by far the best tutorials available anywhere. Yours are among the designs that made knitting/crochet "cool" to learn. Learning from your site helped me through a 3 year catastophic illness. Now when pople see my work & ask to learn, I send them to your site. In gratitude, Maribelle

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.