Hvernig á að prjóna sólfjaðrir með útaukningu í lykkju

Keywords: peysa, sólfjaðramynstur, toppur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum sólfjaðrir í lykkju jafnframt því sem við aukum út 5 lykkjur. * Stingið prjóninum í bilið með merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn og dragið þráðinn fram að framhlið á stykki, prjónið 1 lykkju slétt *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum (= 5 uppslættir á prjóninum).
ATH: Passið uppá að uppslættirnir verið jafn langir (mikilvægt er að uppslættirnir verði ekki of stífir, til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf á hæðina). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt. Einnig er hægt að auka út með fleiri eða færri lykkjum, mundu að lesa mynstrið yfir áður en þú prjónar til að vita lengdina á uppslættinum.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

María Escobar wrote:

Muchas gracias por enseñarnos. Estoy feliz

10.07.2019 - 06:06

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.