Hvernig á að prjóna 7 lykkjur í 1 lykkju

Keywords: gatamynstur, hringprjónar, jakkapeysa, kjóll, laskalína, mynstur, ofan frá og niður, peysa, toppur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út 6 lykkjur með því að prjóna 7 lykkjur í 1 lykkju. Við prjónum sléttprjón og í hring. Prjónið 7 lykkjur í sömu lykkju þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, en bíðið með að sleppa lykkjunni sem prjónað var í af prjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt í sömu lykkju *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, sleppið lykkjunni sem prjónað var í af prjóni. Það er einnig hægt að auka út fleiri eða færri lykkjur alveg eins.
Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.