DROPS Super Sale - 30% AFSLÁTTUR á 4 tegundum af ullargarni!

Lærðu að prjóna

Lærðu hvernig á að prjóna með víðtæku safni okkar af prjónamyndböndum. Frá því að ná tökum á grunnaðferðum til að prjóna flókin gatamynstur, myndböndin okkar ná yfir allt! Þú getur lært vinsælar aðferðir eins og evrópskar axlir og axlasæti, auk ráðlegginga og tækniaðferða eins og að taka upp lykkjur og gera stuttar umferðir. Fullkomið fyrir prjónara á öllum stigum, kennsluleiðbeiningarnar okkar eru hannaðar til að hvetja og leiðbeina þér hvert skref á leiðinni!

Myndbönd: 611
7:27
Hvernig á að prjóna Moebius hring

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna Moebius hring. Moebius var þýskur stærðfræðingur sem var uppi í byrjun 19 aldar, sem hannaði snúinn galdrahring sem þessi aðferð er byggð á. Notið langan hringprjón – minnst 80 cm langa. Leggið hringprjóninn tvöfaldan og fitjið upp í hring á tvöfalda prjóna. Fjöldi lykkja sem fitjaður er upp og deilt í prjónfestuna gefur þvermálið á hringnum. Dragið út annan prjóninn og færði lykkjur að prjóninum sem ekki er með þræðinum sem prjóna á með. Með prjóninn í öðrum enda eru teknar upp nýjar lykkjur neðan við lykkjur á prjóninum í hverja lykkju hringinn. (Þar sem ekki er tekin upp lykkja í fyrstu lykkju þá verður odda tala á fjölda lykkja). Prjónarnir eru nú utan við prjónasnúruna og snúran er nú snúin við miðju. Tengið saman og byrjið að prjóna hringinn. Í fyrsta skipti þegar komið er að enda, þá hefur þú prjónað allar lykkjur sem fitjaðar voru upp á prjóninn, er komið að því að prjóna fyrstu umferð með lykkjum sem teknar voru upp og í fyrstu umferð þá þarf að prjóna þessar lykkjur aftan í lykkjubogann. Í næstu umferð er prjónað framan í lykkjubogann eins og vanalega. Ef haldið er áfram að prjóna hringinn einungis með sléttum lykkjum þá verður helmingurinn af stykkinu í sléttprjón frá réttu og helmingurinn frá röngu. Þar sem oddatala er á fjölda lykkja þá er hægt að prjóna 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið og þá verður moebius stykkið þitt í perluprjóni. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

10:43
Hvernig á að auka út og merkja útauknar lykkjur með prjónamerkjum í klukkuprjóni

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út og merkjum útauknar lykkjur með mismunandi litum, eins og gert er í peysunni «Cheers to Lift» í DROPS 212-28. AUKIÐ SVONA ÚT LYKKJUR MEÐ FJÓLUBLÁUM PRJÓNAMERKJUM: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, færið fjólubláa prjónamerkið að þessari lykkju (þ.e.a.s. lykkju á hægri prjóni), en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í fyrstu útauknu lykkjunni (= slétt lykkja). Í næsta skipti sem aukið er út er aukið út í lykkju með prjónamerki. AUKIÐ SVONA ÚT LYKKJUR MEÐ GRÆNUM PRJÓNAMERKJUM: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar og færið græna prjónamerkið að þessari lykkju = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í síðustu útauknu lykkjunni (= slétt lykkja). Í næsta skipti sem aukið er út er aukið út í lykkju með prjónamerki. Í næstu umferð eru prjónaðar 3 lykkjur inn í klukkuprjóns mynstri þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið. Síðan er prjónað áfram í klukkuprjóns mynstri. Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Glitter, en í myndbandinu notum við DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.