DROPS Super Sale - 30% AFSLÁTTUR á 5 frábærum garntegundum!

Lærðu að prjóna

Lærðu hvernig á að prjóna með víðtæku safni okkar af prjónamyndböndum. Frá því að ná tökum á grunnaðferðum til að prjóna flókin gatamynstur, myndböndin okkar ná yfir allt! Þú getur lært vinsælar aðferðir eins og evrópskar axlir og axlasæti, auk ráðlegginga og tækniaðferða eins og að taka upp lykkjur og gera stuttar umferðir. Fullkomið fyrir prjónara á öllum stigum, kennsluleiðbeiningarnar okkar eru hannaðar til að hvetja og leiðbeina þér hvert skref á leiðinni!

Myndbönd: 593
10:43
Hvernig á að auka út og merkja útauknar lykkjur með prjónamerkjum í klukkuprjóni

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út og merkjum útauknar lykkjur með mismunandi litum, eins og gert er í peysunni «Cheers to Lift» í DROPS 212-28. AUKIÐ SVONA ÚT LYKKJUR MEÐ FJÓLUBLÁUM PRJÓNAMERKJUM: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, færið fjólubláa prjónamerkið að þessari lykkju (þ.e.a.s. lykkju á hægri prjóni), en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í fyrstu útauknu lykkjunni (= slétt lykkja). Í næsta skipti sem aukið er út er aukið út í lykkju með prjónamerki. AUKIÐ SVONA ÚT LYKKJUR MEÐ GRÆNUM PRJÓNAMERKJUM: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar og færið græna prjónamerkið að þessari lykkju = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í síðustu útauknu lykkjunni (= slétt lykkja). Í næsta skipti sem aukið er út er aukið út í lykkju með prjónamerki. Í næstu umferð eru prjónaðar 3 lykkjur inn í klukkuprjóns mynstri þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið. Síðan er prjónað áfram í klukkuprjóns mynstri. Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Glitter, en í myndbandinu notum við DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

9:14
Hvernig á að byrja á að prjóna puffermi, frá ermakúpu og niður

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við byrjum á að prjóna fram og til baka á puffermi, frá ermakúpu og niður, eins og er í DROPS 221-1. Mundu að lesa í þínu mynstri hversu margar lykkjur eru fitjaðar upp, hversu margar lykkjur eru auknar út jafnt yfir, hversu mörgum sinnum á að auka út með því að prjóna 2 lykkjur í 1 lykkju (prjónað er framan í og aftan í liðinn á lykkjunni) og hvernig auka á út í hvorri hlið áður en prjónað er í hring. Í þessu myndbandi höfum við fitjað upp 10 lykkjur, eftir það er prjónuð ein umferð slétt þar sem aukið er út um 5 lykkjur jafnt yfir. Síðan prjónum við 1 umferð brugðið frá röngu áður en við í næstu umferð frá réttu aukum út með því að prjóna 2 lykkjur í 1 lykkju (nema frá fyrstu og síðustu lykkju í umferð). Prjónið sléttprjón fram og til baka að ermakúpunni og fitjið jafnframt upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið, munið eftir að skoða í mynstri hversu margar lykkjur og hversu mörgum sinnum. Þegar réttur fjöldi lykkja hefur verið fitjaður upp og náð hefur verið réttu máli, setjið stykkið saman og prjónið í hring. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.