DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Prjónamynstur

Við erum með kennslumyndbönd til að leiðbeina þér í gegnum nokkur af vinsælustu prjónauppskriftunum okkar. Allt frá skref-fyrir-skref leiðbeiningum til gagnlegra ráðlegginga, myndböndin okkar gera þér það auðvelt að koma uppáhalds prjónamynstrinu á flug!

Myndbönd: 444
9:27
Hvernig á að hekla mynstur í sjali í DROPS Extra 0-1111

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum mynstur í sjalinu When in Rome í DROPS Extra 0-1111. Prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt = 2 lykkjur fleiri. UMFERÐ 2 (= rétta): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið þar til 1 lykkja er eftir á undan miðjulykkju, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 4 lykkjur fleiri. UMFERÐ 3: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það eiga að myndast göt), sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt = 2 lykkjur fleiri. UMFERÐ 4: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt fram að miðjulykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 4 lykkjur fleiri. UMFERÐ 5: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 1 lykkju slétt = 2 lykkjur fleiri. UMFERÐ 6: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt fram að miðjulykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 4 lykkjur fleiri. Endurtakið umferð 5-6 alls 4 sinnum (= 8 umferðir garðaprjón). Haldið áfram með þetta mynstur og útaukningar, þ.e.a.s. það eru 8 umferðir garðaprjón á milli gatamynstra. Fellið af þegar stykkið mælist 36 cm, mælt meðfram miðjulykkju, stillið af þannig að endað er með 8 umferðir í garðaprjóni. Þetta sjal er prjónað úr DROPS Merino Extra Fine, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Eskomi. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.