Hvernig á að hekla mynstur í sjali í DROPS Extra 0-1111

Keywords: gatamynstur, kantur, sjal,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum mynstur í sjalinu When in Rome í DROPS Extra 0-1111.
Prjónið þannig:
UMFERÐ 1 (= ranga): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt = 2 lykkjur fleiri.
UMFERÐ 2 (= rétta): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið þar til 1 lykkja er eftir á undan miðjulykkju, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 4 lykkjur fleiri.
UMFERÐ 3: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það eiga að myndast göt), sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt = 2 lykkjur fleiri.
UMFERÐ 4: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt fram að miðjulykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 4 lykkjur fleiri.
UMFERÐ 5: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 1 lykkju slétt = 2 lykkjur fleiri.
UMFERÐ 6: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt fram að miðjulykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 4 lykkjur fleiri.
Endurtakið umferð 5-6 alls 4 sinnum (= 8 umferðir garðaprjón). Haldið áfram með þetta mynstur og útaukningar, þ.e.a.s. það eru 8 umferðir garðaprjón á milli gatamynstra.
Fellið af þegar stykkið mælist 36 cm, mælt meðfram miðjulykkju, stillið af þannig að endað er með 8 umferðir í garðaprjóni. Þetta sjal er prjónað úr DROPS Merino Extra Fine, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Eskomi.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Deborah wrote:

After completing these rows: Repeat 5th and 6th row 4 times in total (= 4 ridges). Continue this pattern and inc upwards, i.e. 4 ridges between every lace pattern. Question: Continue pattern from the second Row 1 of this pattern or Row 3. There should have been an asterisk to show where to start the repeat. Thank You.

09.07.2021 - 21:02

DROPS Design answered:

Dear Deborah, work as follows: *row 1 to 4, then repeat the rows 5+6 a total of 4 times (= 4 ridges)*, repeat from *-*. Happy knitting!

12.07.2021 - 08:50

Ayşe wrote:

Was heisst ;1M re (=2 zugenomme M) oder 1Mre(= 4M zugenommen) Bitte antworten Sie mir in deutsch .Vielen Dank

06.07.2021 - 11:55

DROPS Design answered:

Liebe Frau Ayse, wenn Sie (= 2 M zugenommen). oder (= 4 M zugenommen), es bedeutet, daß Sie entweder 2 oder 4 Maschen am Ende dieser Reihe zugenommen haben, z.B. bei der 1. Reihe stricken Sie 2 Umschläge = 2 Maschen wurden zugenommen. Viel Spaß beim stricken!

07.07.2021 - 08:04

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.