Hvernig á að hekla láréttar línur með fastalykkjum (fram og til baka)
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að hekla láréttar línur / rendur með fastalykkjum fram og til baka. Áferðin kallast Stroff / Heklað stroff / Patent og þetta er ein af mörgum útfærslum.
ÁÐUR EN MYNDBANDIÐ BYRJAR:
Mynstrið myndar láréttar línur. Við höfum heklað eina umferð af loftlykkjum að þeirri lengd sem óskað er eftir + 1 loftlykkju. Heklið 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, heklið síðan 1 fastalykkju í hverja loftlykkju það sem eftir er af umferðinni. Heklið síðan áferðina (MYNSTURLYKKJUR) eins og sýnt er í myndbandinu og útskýrt er hér að neðan. Við höfum þegar heklað nokkra cm.
MYNDBAND SÝNIR:
Snúið stykkinu við, heklið 1 loftlykkju. Heklið síðan MYNSTURLYKKJUR þannig: Heklið 1 fastalykkju, en í stað þess að hekla í gegnum 2 lykkjubogana í toppinn á lykkjunni, heklið í gegnum lykkjubogann beint fyrir neðan þessa 2 lykkjuboga. Til að auðvelda sé að hekla - brettið fastalykkjurnar aðeins aftur, svo að auðveldara sé að ná í lykkjubogann beint fyrir neðan, heklið fastalykkjuna í þennan lykkjuboga. Heklið 1 mynsturlykkju í hverja fastalykkju alla umferðina. Snúið stykkinu við, heklið 1 loftlykkju og heklið síðan mynsturlykkjurnar alla umferðina.
Hoe kom ik aan een patroon voor een gebreide puntjes slinger.
15.12.2021 - 21:01