Hvernig á að hekla Royal randar - mynstur
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum Royal randar - mynstur. Við sýnum tvöfalda heklaða randar - áferð sem hægt er að nota í mörg heklverkefni. Flott fyrir pottaleppa, hálsklúta og önnur stykki sem þurfa líka að hafa fallega bakhlið. Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við gerum þetta. Við höfum nú þegar heklað loftlykkjuband með oddatölu fjölda lykkja, snúið stykkinu og heklið 1 hálfan stuðul í 3. loftlykkju frá heklunálinni og þar eftir 1 hálfan stuðul í hverja loftlykkju. Myndbandið byrjar á þegar 2 hálfir stuðlar eru eftir í umferð. Heklið 1 hálfan stuðul í hvorn af þeim 2 hálfu stuðlum sem eftir eru í umferð, snúið við.
Umferð 1: Heklið 2 loftlykkjur, heklið hálfan stuðul í hvern hálfan stuðul, en í stað þess að hekla eins og venjulega (efst) í gegnum 2 lykkjur efst í lykkju, þá er heklað í gegnum lykkjuna fyrir neðan efstu 2 lykkjur, endið umferð á 1 hálfum stuðli í loftlykkju frá byrjun fyrri umferðar. Endurtakið umferð 1 til þess að mynda Royal randar - mynstur.