Hvernig á að hekla einfalda snúru

Keywords: snúra,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum einfalda snúru. Heklaðu upp 1 lykkju í 3 lykkjur þar sem þú vilt að snúran byrji t.d. í kanti á tösku. Bregðið bandi um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 3 lykkjurnar – þetta líkist 3 lykkjum sem eru heklaðar saman. * Bregðið bandi um heklunálina, stingið inn heklunálinni í fyrstu af 3 lykkjum að neðan. Sækið bandið á framhlið á stykki (þ.e.a.s. heklað er um fremri lykkjubogann) og dragið bandið í gegn = 3 lykkjur á heklunálinni, bregðið bandi um heklunálina og dragið í gegnum allar 3 lykkjurnar að neðan, einnig er hægt að stinga heklunálinni í miðju lykkju að neðan (þetta gerum við á hinni snúrunni sem við sýnum í myndbandinu). Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þú verður að lesa þessar útskýringar og sjá myndbandið.

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.