Hvernig á að hekla snúru með 2 þráðum / 2 litum

Keywords: gott að vita, jól, jólaskraut, snúra, umframgarn, veislur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum snúru með 2 þráðum / 2 litum.
Leggið þræðina saman og gerið lykkju og setjið á heklunálina, látið endana vera langa svo hægt sé að nota þá ef festa á snúruna í eitthvað. Notið vinstri hönd til að halda þráðunum sem hekla á með frá hvorum öðrum, látið annan þráðinn (bleikur) liggja efst og látið hinn þráðinn (ljósblár) liggja neðst. Haldið fast í þræðina í endann á lykkjunni, þannig að stykkið haldist stöðugt á meðan heklað er og passið uppá að þræðirnir sem heklað er með liggi í sömu röð allan tímann. Nú er heklað þannig:
* Setjið heklunálina yfir og í kringum ljós bláa þráðinn (2 lykkjur á heklunálinni), setjið heklunálina undir og í kringum bleika þráðinn og dragið bleika þráðinn í gegnum báðar lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* að óskaðri lengd. Klippið þræðina þannig að endarnir séu ca 10 cm langir (þá er hægt að nota þá til að festa snúruna með), dragið bleika þráðinn í gegnum síðustu lykkjuna á heklunálinni. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Britt Angell Nilsen wrote:

Hvor er videoen?

22.04.2024 - 19:03

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.