Hvernig á að hekla snúru/handfang fyrir tösku

Keywords: lykkja, snúra,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum snúru / handfang á fallegu töskuna Carry All í DROPS 139-11, en sem er einnig hægt að nota á aðrar töskur. Heklið hring eftir hring með fastalykkjum án þess að enda umferðina með 1 keðjulykkju. Heklið 5 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. Heklið 1 fastalykkju í hverja loftlykkju = 5 fastalykkjur. Eftir síðustu fastalykkju í umferð 1, heklið 1 fastalykkju í næstu fastalykkju, haldið áfram að hekla hringinn með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. Þessi taska er hekluð úr DROPS Lin og DROPS Cotton Viscose, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Véronique Péan wrote:

Superbe anse que je crochète en coton et n°5 pour réaliser les anses d'un sac , merci. cependant, comment faut il faire pour arrêter l'anse ? cdlt

04.05.2020 - 15:22

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Péan, dans le modèle du sac présenté, elles sont juste terminées en rentrant les fils. Vous pouvez coudre les extrémités à plat ou bien en rond en passant un fil dans les mailles de la chaînette de base et dans celle du dernier rang, au choix. Bon crochet!

05.05.2020 - 11:43

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.