Hvernig á að prjóna A.3 með tilfærslu á lykkjum í DROPS 166-11 og DROPS 166-18
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum eftir mynsturteikningu A.3 í DROPS 166-11 og DROPS 166-18. Jafnframt því sem mynstrið færist að miðju. Við prjónum þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, mynsturteikning A.3, 10 lykkjur sléttprjón, A.3 og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Jafnframt aukum við út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á undan mynstri (til hægri) og á eftir mynstri (til vinstri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Við fækkum samtímis eftir mynstur (til hægri) með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman og á undan mynstri (til vinstri) með því að prjóna að 2 lykkjur á undan A.3, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Við prjónum A.3 einu sinni á hæðina og flytjum mynstrið í hverri umferð frá réttu (3 sinnum).Þessar peysur eru prjónaðar úr DROPS Air, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.